Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 22
honum lauk. Gunnlaugur Pétursson fylgdarmaður þeirra sá um veiðina á meðan þeir voru fjarverandi og veiddi nokkuð, sem firmað Dowell getur um í viðbótarskýrslu síðar. I'ar er talið að öll veiðin liafi þetta sumar orðið 1863 laxar og unglaxar, en 428 sjóbirtingar. Má þá gizka á að veiðin hafi orðið eigi minni en 7500 lbs eða 3400 kg. Eftir 1915 auglýsti borgarstjóri veið- ina snemma á ári hverju hér innanlands. og urðu ýmsir til að bjóða í hana. Var stundum mikil keppni um veiðina. Fyrstu 3 árin varð Sturla Jónsson kaup- maður hlutskarpastur og hafði leiguna 1916—1918 ásamt bróður sínum Frið- riki. Sömdu þeir sig mjög að háttum Englendinga, bjuggu í veiðimannahús- unum um veiðitímann og lifðu mest á laxi, sem þeir brösuðu á glóð. Þeir leigðu og veiði út frá sér, en buðu ýmsum til veiða með sér. Þá var ávallt farið ríð- andi inn að Elliðaám. Reykjavíkurbær hafði á hendi vörzlu ánna og var Gunn- laugur Pétursson, er fyrr var nefndur og sem var um skeið bæjarfulltrúi og mikill leiðsögumaður útlendinga, árvörður lengi, en á eftir honunr, upp úr 1920, kom Elías Bjarnason yfirkennari og var næturvcirður um nrörg ár. Þegar heimsstyrjöldinni lauk tóku Englendingar að spyrjast fyrir unr veið- ina í Elliðaánum og gera boð í hana aft- ur, en íslendingarnir urðu þá hlutskarp- ari og leigan lrækkaði stöðugt fyrstu ár- in, enda þótt ýmiskonar rask yrði þá í ánum, þegar farið var að lrugsa um virkj- unarframkvæmdir. Englendingar hækk- uðu boð síir snrám sanran úr 400 sterlings- pundum í 500 og einu sinni í 600 pund, árið 1920. Þá urðu þeir hæstbjóðendur, en borgarstjóri svaraði boðinu með því að veiðin yrði ekki leigð útlendingum, sökum virkjunarframkvæmda í ánum, senr þá stóðu lræst. Eftir þetta lrættu íyrir- spurnir frá Englandi og veiðileigan tók að lækka nokkru síðar. í eftirfarandi töflu er sýnd leigan frá 1914 til 1924 ásamt veiði nokkurra ára. Veiði Leiga Leigjandi Ár Tala kg. kr. 1914 1185 4007 £400 David Kerr 1915 1490 3750 3500 Einar Erlendss.(* * 1916 4000 Sturla Jónsson 1917 3800 - - 1918 5000 - - 1919 9610 Lriðvík Lárusson 1920 10510 Kristinn Sveinss. 1921 1874 3748 8500 - - 1922 9500 - - 1923 6200 Laxveiðif. Rvk.(* 1924 4000 - - Árið 1921 býr firmað Dowell út skýrslu um laxveiðina í Elliðaánum, þar sem get- ið er þeirrar veiði, sem er tilfærð í 3. tölulið og um árið 1921 er sagt að silunga fjöldi liafi orðið um 1000, en ókunnugt sé um þyngd. í framhaldi þeirrar skýrslu bætir firmað við, að í meðalári megi með þremur góðum veiðistöngum auðveld- lega veiða 2000 fiska yfir veiðitímann. Er sýnilegt að firmað notar þetta í auglýs- *) Einar sundurliðar veiðina í skýrslu sinni, frá 24 febr. 1916, þannig: í júní liafa veiðst 330 laxar, í júlí 530, í ágúst 630, samtals 1490 laxar. Silungur um 1000, mest sjóbirtingur. hyngd laxa um 3750 kg., en silungs 300 kg. Stærsti lax 8i/[> kg. *) I Stjórn laxveiðifélagsins voru þeir Pétur Ingi- mundarson, Asgeir Gunnlaugsson og Guðmundur Breiðfjörð. 16 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.