Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 10
AGNAR KOFOED-HANSEK
form. SVFR:
CAmamót.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur liefur
yfirtekið eldisstöðina við Elliðaár frá 10.
júlí s.l. að telja og mun, ef að líkum
lætur og ekkert óvænt hendir, reka hana
næstu 10 árin.
Er hér um svo merkan atburð að ræða
í sögu félags vors, að segja má, að hann
marki tímamót. Sú aðstaða, sem þetta
skapar félaginu, mun um langa framtíð
hafa veruleg áhrif til góðs, í öllum samn-
ingum um veiðiár og yfirleitt í öllum
málefnum félagsins. Láta mun nærri að
mannvirki stöðvarinnar standi í um 5
milljónum króna og eigi full og æskileg
afköst að nást, þarf sennilega að færa
enn út kvíarnar fyrir allháa upphæð, sem
fæst endurgreidd samkvæmt ákvæðum
reksturssamningsins, að honum loknum,
Veiðimenn!
Úrin ganga rétt í veiðiferðinni,
og endranær, ef þið látið okkur
gera við þau.
Sigurður Sivertsen
úrsmíðavinnustofa.
Vesturgötu 16. Simi 18711.
ef verkið er framkvæmt með samþykki
borgarstjórnar.
Það er því augljóst að félagsmenn
þurfa allir sem einn að taka til hönd-
unum á næstu árum og safna fé til nauð-
synlegra framkvæmda. Það er hinsvegar
trú stjórnarinnar, að reksturinn geti
innan 2ja ára staðið undir sér fjárhags-
lega, en þó því aðeins, að leita megi til
sjálfboðaliða þegar þörf krefur.
Eins og allir vita byggist tilvera SVFR
að verulegu leyti á slíku starfi, og hafa
flestar stjórnir góða reynslu í því efni.
Óformlegar viðræður við borgarstjóra
og rafmagnsstjóra um hugsanlega yfir-
töku hófust skömmu eftir að núverandi
stjórn tók við störfum, en formlegar við-
ræður síðla s.l. vetur.
Af hálfu borgarstjóra tóku þátt í við-
ræðunum rafmagnsstjóri, Jakob Guð-
johnsen, borgarlögmaður, Jón Tómas-
son, og Hjörleifur Hjörleifsson, fjár-
málafulltrúi Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, en stjórn félagsins f. h. SVFR.
4
Veiðimaðurinn