Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 12
Viskrœktarstarfsemi S.V.$.ú(. SAMKVÆMT lögum SVFR er til- gangur íelagsins meðal annars sá, að stuðla að ræktun fiskstofna á veiðisvæð- um þeim, er félagið fær til umráða. Þá er í lögunum ákvæði um að innheimta skuli klaksjóðsgjald af seldum veiðileyf- um og renni það í klaksjóð, sem kosíar fiskræktarstarfsemi félagsins. Enn er kveðið svo. á að stjórnin skuli skipa fasta klak- og fiskræktarnefnd, sem fari með framkvæmd þessara mála í samráði við stjórnina. Fiskrækt er því einn af meginþátt- um félagsstarfsins og með þessari grein er ætlunin að skýra, í nokkrum dráttum, frá þeirri starfsemi á undanförnum ár- um og fyrirhuguðum framkvæmdum á næstunni. Við samninga um hvert veiðisvæði hefur félagið alltaf lagt mikla áherzlu á ráðstafanir til að fjölga laxastofni þess og auka þannig veiðimöguleika félags- manna með sleppingu seiða. Veiðiréttar- eigendur liafa einnig liaft fullan skiln- ing á fiskræktinni og fúslega leyft að veiða fisk til hrognaöflunar. Frarn til þessa hefur mest verið sleppt kviðpoka- seiðum í ár félagsins og uppeldisskilyrði þeirra þannig nýtt. Virðist þessi starfsemi liafa borið árangur, því að veiði í ám SVFR hefur heldur farið vaxandi og árs- sveiflnr á veiði hafa verið tiltölnlega litlar, a. m. k. miðað við margar laxár, sem litlu eða engu af seiðum hefur ver- ið sleppt í. Forráðamenn félagsins sáu því fljótt nauðsyn þess að relta laxaklak, og árið 1958 var klakhús við Siokkalæk á Rangárvöllum tekið á leigu og keypt nokkrum árum síðar. Einnig var klak- hús við Kaldárhöfða tekið á leigu einn vetur. Árin 1959—1967 hafa kornið kviðpokaseiði úr þessnm húsum sem hér segir: 1959 410.000 seiði 1960 410.000 - 1961 600.000 - 1962 .............. 585.000 - 1963 443.000 - 1964 525.000 - 1965 490.000 - 1966 535.000 - 1967 .............. 192.000 - Samtals 4.190.000 seiði í ár félagsins hefur verið sleppt 3.345.000 pokaseiðum, 615.000 seiði voru seld og 230.000 sett í eldi. Af þeim hefur 47.500 aliseiðum verið sleppt á ýmsum aldri og í Elliðaáreldissíöðina voru sett 100.000 seiði í vor. í Stokka- lækjarhúsinu er mjög gott vatn en held- ur kalt. Hrogna- og seiðadauði hefir verið mjög lítill þar, eða um 10%, nema s.l. vetur, sem stafaði mest af því, að ekki var hægt að kreista laxinn fyrr en seint og þá í frosti. Samt er enginn vafi á að af- föll hefðu orðið margfalt meiri ef hrogn- in hefðu klakizt út í ánum.Sýnir þaðgildi 6 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.