Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 51
af seiðum, ef fá á sem fyrst svör við
spurningum varðandi aðferðir við að
sleppa seiðunum. Merkingar eru kostn-
aðarsamar og er nauðsynlegt að þeim
verði lagt til nægjanlegt fé.
Miklar vonir eru tengdar við góðan
árangur af því, að sleppa gönguseiðum
af laxi í árnar til aukningar á laxgengd
og laxveiði. Er málið á tilraunastigi hér
á landi, en vonast má eftir niðurstöðum
af tilraununum á næstu árum. Ef vel
tekst til með tilraunirnar, sem allar líkur
benda til, þurfa veiðieigendur og veiði-
menn að búa sig undir breyttar aðstæð-
ur. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir,
hvort þeir vilja sleppa gönguseiðum í
árnar, og ef svo er, þá hve miklu magni
á ári næstu árin, og hvernig semja eigi
um breytingar, sem leiða af að sleppa
seiðunum, þ. e. í aukinni veiði og aukn-
um aðstæðum í veiðihúsum og lagningu
akbrauta á fleiri veiðistaði heldur en
gert hefur verið. Að sjálfsögðu liggja
ekki ijóst fyrir öll þau atriði, sem fyrir
geta komið, en þau rnunu skýrast á næstu
árum. Er hér um margþætt mál að ræða,
sem krefst mikillar umhugsunar og ítar-
legs undirbúnings. Hafa veiðieigendur
og veiðimenn og samtök þeirra langa
reynslu í að vinna saman og hefur sam-
vinna þeirra oftast verið ágæt. Er ekki
ástæða til að ætla annað en að þessir að-
ilar muni koma sér saman um lausn
hinna nýju vandamála.
•--------------------------
V e i ð i m e n n !
Munið eftir blaðinu ykkar og sendið pví
efni í vetur. Þið megið t. d. ekki láta pátt-
inn „Úr dagbók flugunnar“ lognast útaf.
Frd L.I.S.
HINN 10. sept. s.l. var haldinn í Reykja-
vík stjórnarfundur í Nordisk Sportfisker-
union. Mættir voru fulltrúar frá öllum
Norðurlöndunum, og fara nöfn þeirra
hér á eftir:
Frá Danmörku: Erik Christoffersen,
Arne Nielsen og Aage Hyhmeyer. Frá
Finnlandi: P. J. Karvonen. Frá Nor-
Egi: Knut Rom og Egil Amodt. Frá
Svipjóð: Bartel Widerberg, Karl Frithi-
ofson og Ragnar Phil. Frá Islandi:
Guðmundur J. Kristjánsson, Hákon
Jóhannsson og Oliver Steinn Jóhann-
esson.
Allir voru sammála um að berjast
þyrfti af öllum mætti fyrir því að lax-
veiði í sjó yrði bönnuð í Norður-Atlants-
hafi og Eystrasalti. Tillaga þess efnis frá
fundinum verður send Norðurlandaráði
með ósk um að það fylgi þessu máli eftir.
Kanadamenn hafa áður lagt til að öll
sjávarveiði á laxi í Norður-Atlantshafi
verði bönnuð.
Hinir erlendu fundarmenn dvöldu hér
á landi dagana 5,—12. september. Var
þeim boðið á laxveiðar í Elliðaánum og
silungsveiðar í Djúpavatni og Hlíðar-
vatni. Einnig voru þeim útveguð veiði-
leyfi í Laxá í Kjós, senr þeir greiddu sjálf-
ir. Ennfremur var farið með þá í ferða-
lög um nágrenni Reykjavíkur, austur í
Fljótshlíð, á Þingvöll, Hveragerði og víð-
ar. Að loknum fundarstörfum hinn 10.
sept. var þeinr boðið til kvöldverðar að
Hótel Sögu.
Nánar verður sagt trá störfum og álykt-
unum fundarins í næsta blaði.
Veiðimadurinn
45