Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 18
ur, veiðiréttindi sín fyrir £ 3000. Payne lét þegar byggja veiðimannahús við árn- ar á tveim stöðurn, við ósinn íveruhús, eldhús og íshús, og við Efri Fossa íveru- hús og vörzlumannshús ásamt eldhúsi. Stundaði Payne stangaveiði við árnar með ýmsum löndum sínum frarn til 1906. Þá keypti Reykjavíkurbær veiði- réttindi og eignir af H. A. Payne fyrir £ 8000. Var bæjarstjórn legið nokkuð á hálsi fyrir að hafa hafnað forkaupsrétti 1890 á miklu lægra verði. Bæjarstjórn keypti þó ekki árnar vegna veiðanna, heldur var vatnsveitumálið henni efst í huga. Vatnsbólið var þó ekki tekið beint frá Elliðaánum, þegar til kom, heldur urðu uppspretturnar í Gvendarbrunn- um, góðu heilli, fyrir valinu, svo sem kunnugt er. Reykjavík keypti og jarðirnar Breið- holt og Árbæ og taldi sig þá eiga örugg- lega allan veiðirétt í ánum upp undir Elliðavatn og Vatnsenda, en auk þess einnig rétt til vatnstöku og virkjunar, þegar þar að kæmi. Rennsli Elliðaánna. Elliðaárnar renna til sjávar í tveim kvíslum, annarsvegar vestur- og suður- kvísl eftir því sem áin bugðast og hins- vegar austur- og norðurkvísl. Gekk lax greiðlega upp í báðar kvíslar úr Elliða- árvogi, en í vestur- og suðurkvíslinni var hraunstallur þverhnýptur skammt frá sjó og þar fossar, Skötufoss og Búrfoss, en liylur mikill, Drekkingarhylur, fyrir neðan hinn síðarnefnda. Þegar lítið rennsli var í kvíslini komst laxinn ekki upp fyrir fossana á þessum stað og lagð- ist fyrir í hylnum, sem talinn var góð- ur hrygningarstaður. Þegar lax komst upp þessa kvísl, gat liann komizt upp að Skorarhylsfossi. Þar er hallandi hraun- klöpp allliá, sem vatnið fossar um, en breiðir úr sér svo að rennslið verður hvarvetna of lítið fyrir lax. Kemst hann því ekki upp þarna. Áður fyrr var læna er lá frá norður- kvíslinni ofan við Skáfossa, þvert yfir Ártúnshólma til vesturs í suðurkvíslina neðan við Skorarhylsfoss. Mun lax hafa getað gengið þarna upp úr suðurkvísl- inni og þar áfram norðurkvíslina. Þessi læna liefir seinna verið tekin af með fyrirhleðslu við norðurkvíslina, en það mótar vel fyrir farveginum ennþá. I austur- og norðurkvísfinni voru nokkrir fossar og flúðir, en allt vel fært laxi, hvernig sem stóð á vatnsmagni, og að jafnaði var meirihluti rennslisins í jjessari kvísl. Var því aðallaxgangan um hana. Fyrir ofan Skorarhylsfoss er Selfoss í suðurkvíslinni, gegnt Árbæ. Þar fyrir ofan koma báðar kvíslarnar saman upp á hrauninu, sem þarna er í rúmlega 40 m. hæð yfir sjó. En kvíslarnar greinast aftur þar fyrir ofan og renna sín hvorum megin við Blásteinshólma ofan við Ár- bæ, en koma þá aftur saman á kafla í lialla neðan við Efri Fossa, senr svo eru kallaðir, í vesturkvíslinni, senr nú orðið flytur allt rennslið að ofan. Áður voru þarna kvíslar, eystri og vestri, en milli þeirra stór hraunbreiða, Árbæjarhólmi, í 68 til rúmlega 70 nr. hæð yfir sjó. Austurkvíslin kom úr Bugðu, sem rann einnig í annarri kvísl í Dimmu, en svo hét vesturkvíslin frá því er hún kom úr Elliðavatni niður að kvíslamótum 12 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.