Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 39

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 39
landsins til að sleppa í ár í Norðnr-Sví- þjóð. Vegna hlýrra og mildara veður- fars verður eldið svo miklu ódýrara suð- ur frá, að meira nemur en flutnings- kostnaðinum. Merkingartilraunirnar hafa sýnt að stærð seiðanna, þegar þeim er sleppt, hef- ur mikla þýðingu. Ef þau eru minni en 13—13V2 cm. á lengd (ca. 25 gr.) verður endurveiðin mjög lítil. Að meðaltali eykst hún um 1—2% fyrir hvern cm. í lengdaraukningu. Innan systkinahópa getur þessi munur verið ennþá meiri. Bendir það til þess að stærstu seiðin hafi bæði mesta möguleika á að lifa efcir sleppingu og að lífseigustu seiðin vaxi hraðast í eldinu. Seiðunum er sleppt neðarlega í árnar og þótt þau dvelji aðeins skamma stund þar, áður en þau ganga til sjávar, rata þau aftur í ána, sem þeim var sleppt í. Einnig hefur gefið jafn góðan árangur að sleppa seiðum beint í sjó. Rata þau þangað aftur fullvaxin og sé þeim sleppt nálægt árósi, ganga þau í þá á til hrygn- ingar. (Svíar veiða mest af laxinum í Eystrasalti. Veiðarnar eru stundaðar allt árið, með netum eða lóð). Líklegt er að laxastofn hverrar ár hafi sérstaklega að- lagast lífsskilyrðum hennar og hafi því sín séreinkenni, svo sem um niðurgöngu- tíma seiðanna, endurgöngu í árnar og hrygmngu. Ef til vill gefa áframhaldandi rann- sóknir ákveðið svar við þeirri spurningu, en þangað til slíkt svar fæst, er ráðlegt að taka hrogn úr laxi úr þeirri á, sem sleppa á seiðum í, hvar sem þau eru alin. Vöxtur seiðanna er mjög hraður í sjónum. Það tekur seiðin 2—3 ár að ná Veiðimaðurinn 25 gr. þunga í ánum, en þegar eftir árs- dvöl í sjó hefur hann náð veiðistærð. Merkingar á laxi frá Indalsánni 1959 sýndu að meðalþungi á öðru sumri var 1—2 kg., annan veturinn 3—4 kg., þriðja sumarið 4—5 kg., þriðja veturinn 6—7 kg. og fjórða sumarið 8—10 kg. Meðal- þyngd allra merktra laxa á umræddum árum hefur verið 4,0—4,7 kg. Frd kennslu- og kastnefnd S.V.F.R. Fyrsta kastnámskeið S.V.F.R. á þess- um vetri hefst í íþróttahöllinni í Laug- ardal sunnudaginn 8. okt. og stendur yfir næstu 5 sunnudaga. Annað námskeið hefst svo sunnudaginn 12. nóv. og stend- ur yfir næstu 4 sunnudaga. Tímarnir hefjast kl.10:20. Vegna þess hve aðsókn hefur verið mikil er mjög áríðandi að félagsmenn til- kynni þátttöku tímanlega. Tilkynningar um þátttöku og nánari upplýsingar um námskeiðin hjá Halldóri Erlendssyni, sími 18382, og Sigbirni Ei- ríkssyni, sími 34205. Bezt að hringja kl. 19,30—20. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.