Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 31
Það hafa ekki verið teknar saman nein- ar veðurlýsingar unr veiðitímann í því skyni, að athuga hve mikil áhrif veðrið hefir á veiðina, en það er alkunna, að laxinn hefir sig ekki jafnt í frammi í ýmsu veðurlagi. I vatnslitlum árum og sólríkum hitnar árvatnið töluvert og hreyfir laxinn sig þá minna en ella. í miklum laxgönguárum, svo senr 1947 og 1948, hefðu rúnrlega 5000 laxar áít að vera eftir í ánum um veturinn fyrra árið, en um 4000 síðara árið. Þetta þótti of mikið. Var því í samráði við veiði- málanefnd tekinn hluti þessa fjölda úr kistu og seldur. Mun það hafa verið nær 2000 löxum, þannig að 2—3 þúsund voru þó eftir í ánunr. Hins vegar þótti ekki fært að taka neitt frá þegar laxaganga var lítil, svo sem árin á eftir, 1949—1951 o.fl. Taldi Pálnri Hannesson rektor ekki ráðlegt að hafa öllu fleiri laxa en um 2000 í ánunr, en nauðsynlegt þótti fyrir samfélag laxins í ánum yfir veturinn, að þar væri fullorðinn lax með öllu ung- viðinu, sem áin moraði af, fyrsta og' ann- ars árs seiðunr. Fiskeldi. Þótt klakið við Elliðaár væri rekið þannig árunr sanran, svo sem lýst liefir verið, og árangurinn talinn eftir vonunr góður, að því leyti, að laxinn lrefir hald- izt þar við, verður þó ekki sagt að klakið hafi heppnazt svo vel, að um aukningu gæti verið að ræða svo neinu næmi. Var því augljóst að afföllin í seiðafjölda í án- um voru gífurleg. Það mátti lesa af skýrslum um samskonar laxaklak erlend- is, að árangurinn var ekki ósvipaður, svo að sumir drógu jafnvel í efa, hvort nokk- urt gagn væri að klaki, þegar seiðunum væri sleppt um leið og þau losnuðu við kviðpokann. Þótt ekki séu talin önnur seiði en þau, sem látin voru í árnar sam- kvæmt 5. töflu, til jafnaðar 345 þúsund seiði á ári, kornu ekki nema 1% aftur sem lax 4 árunr síðar. Þegar þar við bæí- ist náttúrlega klakið í ánum á sama tíma, er sýnilegt að heimturnar eru langt und- ir einum hundraðshluta. Þegar Þór Guðjónsson fiskifræðingur var skipaður veiðimálastjóri 1946, fékk hann fljótt áhuga á rannsóknum fiskjar í Elliðaánum. Hóf hann þar merking- ar, bæði á ungviði og fidlorðnum fiski. Fylgdist hann og með klaki Rafmagns- veitunnar og veiðum í ánum. Hann benti fljótlega á, að eldi seiðanna, þótt um skamman tíma væri, myndi auka mjög þol þeirra í ánum síðar, jafnvel svo nema mundi tíföldun fjölda kviðpokaseiða, ef eldi væri haldið áfram þar til seiðin væru fær til göngu í sjó. Hvatti hann mjög til að reyna eldi, en til þess þurfti stærri þrær og betri umbúnað, en unnc var að koma við í klakhúsi því, sem fyr- ir var, enda staðurinn ekki hentugur. Var jrví ljóst að þörf væri á að flytja allt, bæði klak og eldi, í námunda við afl- stöðina. Varastöð Rafmagnsveitunnar var byggð á árunum 1946—’48 með sambandi við aðalæðar Hitaveitu Reykjavíkur. Frá Varastöðinni mátti fá síað Elliðaárvatn, auk þess sem Gvendarbrunnavatn og Hitaveituvatn var nærtækt. Var þarna því kominn lrinn ákjósanlegasti staður til að hefja eldistilraunir og ef vel tækist, að byggja nýja klak- og eldisstöð á bökk- um Elliðaánna. Veiðimaðurinn 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.