Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 41

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 41
í þessum greinarstúf var ætlunin að bregða upp lýsingu á klak- og eldisstöð- inni við Elliðaár og þróun laxeldis þar. Þess ber að geta og minnast að verðleik- um, að klak- og eldisstöðin við Elliðaár væri ekki komin á þann rekspöl sem nú er, ef ekki hefði notið hins alkunna á- huga og einbeitts vilja Steingríms Jóns- sonar, fyrrverandi rafmagnsstjóra, að varðveita Elliðaárnar sem sérstæða lax- veiðiá, og góðum skilningi bc.rgaryfir- \ alda, fyrr og síðar, á þessum málum. Þessum málum hefði heldur ekki þok- að áfram, sem raun er á, ef ekki hefði noi- ið áhuga og mikilsverðs stuðnings Þórs Guðjónssonar, veiðimálastjóra, sem á allan hátt hefur sýnt áliuga á uppbygg- ingu eldisstöðvarinnar og verið ráðhollur um rakstur liennar. En einn mikils- verðasti þáttur í fiskræktarmálum við Elliðaár var hið mikla lán, að njóta handleiðslu Erics Mogensen við uppbygg- ingu á eldisstöðinni og fyrstu tilraunir á eldi laxaseiða þar, og tillagna hans unr hönnun á eldishúsinu. Klakhús við Vatnsveituveg. Klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur var byggt 1932 við jöfnunargeymi í einni af aðalæðum Vatnsveitu Reykjavíkur, skamrnt ofan við Vatnsveitubrúna. Stað- setning klakhússins var ákveðin vegna liagstæðrar vatnsöflunar, en Gvenda- brunnavatn er hið ákjósanlegasta klak- vatn, tært lindarvatn með jöfnu 4 gráðu hitastigi. Þegar húsið var byggt, var um- framrennsli frá vatnsgeyminum nægilegt fyrir klakið, en umframrennslið fór þverrandi og að lokum var lögð leiðsla inn í klakhúsið beint frá aðalæð Vatns- veitunnar. Vatnsrennslið í klakhúsið hef- ur verið öruggt, en þó hafa tvisvar sinn- um komið fyrir óhöpp á aðalæðinni, sem urðu afdrifarík fyrir klakið. Efúsið er hlaðið úr hraungrýti, múr- aðir innveggir. Innanmál þess er 8,25 X 5,75 m, eða 47,5 fermetrar. I húsinu eru 4 klakstokkar með sam- tals 104 klakbökkum. Klakbakkarnir eru 38X^3 cm að innanmáli. Klakflöturinn er unr 13 m2. Talið er að hófleg ásetning á klakflöt sé 6—8 hrogn á hvern cm2 Algengt er að hafa um 1 milljón hrogna í lnisinu, sem svarar til að 7,7 hrogn komi á hvern cm2 í klakljakka. Þessi ásetning hef'ur gefist vel og að jafnaði er ekki nema 6—10% fyrning á hrognum. Eldiskassar og þrær. Fyrstu tilraunir á eldi laxaseiða á veg- um Rafmagnsveitunnar hófust vorið 1952, þegar Eric Alogensen setti upp tvo eldiskassa úr tré 4,9x0,8x0.6 m að stærð, á árbakkanum neðan við hita- veitustokkinn vestan við olíugeyma Vara- stöðvarinnar. Eldisvatnið var Elliðaár- vatn, sem leitt var um 4" leiðslu frá Varastöðinni. Tilraunaeldið átti við margskonar örðugleika að etja, vegna ófullnægjandi aðstöðu og skemmdarverka, en með ó- trúlegum dugnaði og bjartsýni hélt Eric tilraununum áfram. Hann setti upp fleiri eldiskassa og bætti vatnskerfið eftir föng- um og honum tókst að fastmóta sumar- eldið á næstu þrem árum. Þar sem fyrstu eldiskassarnir voru sett- ir upp 1952 eru nú 22 eldiskassar 3x0,75 X0,4 m að stærð og 3 eldiskassar 4,90 X Veibimaðujunn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.