Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 41
í þessum greinarstúf var ætlunin að
bregða upp lýsingu á klak- og eldisstöð-
inni við Elliðaár og þróun laxeldis þar.
Þess ber að geta og minnast að verðleik-
um, að klak- og eldisstöðin við Elliðaár
væri ekki komin á þann rekspöl sem nú
er, ef ekki hefði notið hins alkunna á-
huga og einbeitts vilja Steingríms Jóns-
sonar, fyrrverandi rafmagnsstjóra, að
varðveita Elliðaárnar sem sérstæða lax-
veiðiá, og góðum skilningi bc.rgaryfir-
\ alda, fyrr og síðar, á þessum málum.
Þessum málum hefði heldur ekki þok-
að áfram, sem raun er á, ef ekki hefði noi-
ið áhuga og mikilsverðs stuðnings Þórs
Guðjónssonar, veiðimálastjóra, sem á
allan hátt hefur sýnt áliuga á uppbygg-
ingu eldisstöðvarinnar og verið ráðhollur
um rakstur liennar. En einn mikils-
verðasti þáttur í fiskræktarmálum við
Elliðaár var hið mikla lán, að njóta
handleiðslu Erics Mogensen við uppbygg-
ingu á eldisstöðinni og fyrstu tilraunir á
eldi laxaseiða þar, og tillagna hans unr
hönnun á eldishúsinu.
Klakhús við Vatnsveituveg.
Klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur
var byggt 1932 við jöfnunargeymi í einni
af aðalæðum Vatnsveitu Reykjavíkur,
skamrnt ofan við Vatnsveitubrúna. Stað-
setning klakhússins var ákveðin vegna
liagstæðrar vatnsöflunar, en Gvenda-
brunnavatn er hið ákjósanlegasta klak-
vatn, tært lindarvatn með jöfnu 4 gráðu
hitastigi. Þegar húsið var byggt, var um-
framrennsli frá vatnsgeyminum nægilegt
fyrir klakið, en umframrennslið fór
þverrandi og að lokum var lögð leiðsla
inn í klakhúsið beint frá aðalæð Vatns-
veitunnar. Vatnsrennslið í klakhúsið hef-
ur verið öruggt, en þó hafa tvisvar sinn-
um komið fyrir óhöpp á aðalæðinni, sem
urðu afdrifarík fyrir klakið.
Efúsið er hlaðið úr hraungrýti, múr-
aðir innveggir. Innanmál þess er 8,25 X
5,75 m, eða 47,5 fermetrar.
I húsinu eru 4 klakstokkar með sam-
tals 104 klakbökkum. Klakbakkarnir eru
38X^3 cm að innanmáli. Klakflöturinn
er unr 13 m2.
Talið er að hófleg ásetning á klakflöt
sé 6—8 hrogn á hvern cm2 Algengt er að
hafa um 1 milljón hrogna í lnisinu, sem
svarar til að 7,7 hrogn komi á hvern
cm2 í klakljakka. Þessi ásetning hef'ur
gefist vel og að jafnaði er ekki nema
6—10% fyrning á hrognum.
Eldiskassar og þrær.
Fyrstu tilraunir á eldi laxaseiða á veg-
um Rafmagnsveitunnar hófust vorið
1952, þegar Eric Alogensen setti upp tvo
eldiskassa úr tré 4,9x0,8x0.6 m að
stærð, á árbakkanum neðan við hita-
veitustokkinn vestan við olíugeyma Vara-
stöðvarinnar. Eldisvatnið var Elliðaár-
vatn, sem leitt var um 4" leiðslu frá
Varastöðinni.
Tilraunaeldið átti við margskonar
örðugleika að etja, vegna ófullnægjandi
aðstöðu og skemmdarverka, en með ó-
trúlegum dugnaði og bjartsýni hélt Eric
tilraununum áfram. Hann setti upp fleiri
eldiskassa og bætti vatnskerfið eftir föng-
um og honum tókst að fastmóta sumar-
eldið á næstu þrem árum.
Þar sem fyrstu eldiskassarnir voru sett-
ir upp 1952 eru nú 22 eldiskassar 3x0,75
X0,4 m að stærð og 3 eldiskassar 4,90 X
Veibimaðujunn
35