Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 46

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 46
bergi, sem jafnframt er vinnuherbergi. Þegar hvisið var hannað 1963—'64 var gért ráð fyrir fóðuröflun á blautfóðri, þ. e. lifur, kjöti, hrognum og loðnu, á sama hátt og hafði verið fyrir sumar- eldið. Til að annast geymslu á þesskonar fóðri og meðhöndlun þess var keypt i fóðurherbergið fyrstikista og sambyggð hakkavél og hrærivél. Þessi tæki hafa ekki verið notuð, svo teljandi sé, því það reyndist takmörkun bundið, að ná í hentugt blautfóður, en af þeim sökum var horfið að fóðrun með innfluttu þurr- fóðri, sem hefur reynst í alla staði mjög vel; auk þess er þurrfóður undirstaðan fyrir hagkvæmni í sjálfvirkri fóðrun. V atnsveitukerfið. Veigamesta atriði í rekstri klak- og eld- isstöðva er vatnið, sem aldrei má bregð- ast. Vatnskerfi eldisstöðvarinnar var hannað með hliðsjón af þessu og gert ráð fyrir fleiri en einum möguleika á vatnsöflun, eins og sjá má af meðfylgj- andi teikningu af kerfinu. Fyrir klakið er lögð 2" plastleiðsla frá 4" lögn VR við Varastöðina. Vatns- kerfið fyrir klakskápa er aðgreint í tvo stofna. Annar stofninn er tengdur um forhitara, sem getur annað upphitun á 3 1/sek. frá 4° c allt upp í 12° c með 0,5 1/sek af 60° c heitu vatni, en hinn stofninn, er fyrir óuppliitað vatn. Tilraunir höfðu leitt í ljós, að við 7—8° c vatnshita yfir klaktímann fást seiði, sem eru tilbúin til byrjunareldis í apríl og ná góðum þroska yfir sumar- eldið. Við klak undir venjulegu hita- stigi Gvendabrunnavatns (um 4° c) eru seiðin aftur á móti ekki tjlbúin til byrj- unareldis fyrr en um mánaðamótin maí- júní. Með liliðsjón af þessu var gert ráð fyrir að klekja hluta af hrognum við 7—8° og öðrum við venjulegan vatnshita, en með þessu móti fæst tímamunur á byrjunareldi um 1—1 \/2 mánuður, sem er til hagræðis í störfum og nýtingu á eldiskerjum til byrjunareldis. Með blönd- un á upphituðu og óupphituðu vatni, t. d. í 6° c, má ná þriðja seiðahópnum, sem væri tilbúinn til byrjunareldis fyrri hluta maí mánaðar. Vatnskerfið í klaksal hentar einnig fyr- ir litlu eldiskerin, sem ætluð eru fyrir klak á augnhrognum og byrjunareldi. Eldisvatnið er leitt frá 6" stofnæð, sem upphaflega var lögð fyrir eldistjarn- irnar. Stofnæðin er tengd við þrýstipípu Elliðaárstöðvar, þannig að rennslið er tiltölulega öruggt, en sem frekari var- úðarráðstöfun er stofnæðin tengd við tvær dælur, aðra við frárennslisskurð Elliðaárstöðvarinnar, en hin, sem er í lokahúsi við olíugeymana, getur dæll vatni úr brunni í vestari árbakka við Hitaveitustokkinn. Auk þessa eru mögu leikar á dælingu á árvatni um 4" leiðsh frá Varastiiðinni, sem nægir fyrir vatns þörf eldishússins með núverandi eldis rými. 6" stofnæðin nægir ekki fyrir vatns- þörf til fullrar nýtingar á eldisrvmi í eldishúsi og titiþróm, enda er gert ráð fyrir nýrri 8" stofnæð frá þrýstipípunni við Elliðaárstöðina. Við hönnun á vatnskerfinu, sem er tengt Elliðaárvatni, var gert ráð fyrir síu, sem hreinsaði árvatnið í leysingum og á öðrum tímum þegar vatnið er ó- hreint. Stöðug síun á Elliðaárvatni væri 40 Veiðtmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.