Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 9
verða talinn einn af brautryðjendunum
d því sviði. Um 1920 varð Þórður Fln-
ventsson, bóndi i Svartárkoti í Bárðar-
dal, ráðunautur um laxaklak. Hefur þvi
áhugi þá þegar verið orðinn nokkur um
fiskrœkt, þótt flest skilyrði skorti til
þess að koma henni í framkvæmd svo
nokkru nœmi. Það er fyrst þegar Raf-
magnsveita Reykfavikur byrjar klak-
rekstur við Elliðaárnar, að nokkur skrið-
ur kemst á málið. Er sú saga rakin í
hinni fróðlegu grein Steingríms Jóns-
sonar, fyrrv. rafmagnsstjóra, hér á eftir.
Það var mikill fengur fyrir Veiðimann-
inn, og jafnframt heiður, að Steingrímur
skyldi vilja leggja á sig þá fyrirhöfn,
að rita þessa grein. Hann er málunurn
kunnugastur, og var sjálfur lífið og sálin
i öllum þessum frarnkvæmdum um ára-
tuga skeið. Nafn hans mun ávallt verða
meðal þeirra, sem hœst ber í sögu fisk-
ræktarmálanna á Islandi.
Undantekningarlitið mun reynslan
vera sú, bæði hér á landi og annars
staðar, að allir, sem fara að vinna að
fiskrækt, fá fljótt fyrir henni brennandi
áhuga, jafnvel þeir, sem í upphafi ráð-
ast til slikra starfa aðeins i atvinnuskyni,
án nokkurrar sérstakrar löngunar eða
undirbúnings til þess að sinna verkefn-
inu. Menn fá strax löngun til að vernda
þessar örsmáu lifverur, sem seiðin eru,
og hlúa sem bezt að þeim; og þeir hafa
ánægju af að fylgjast með vexti þeirra
og þroska unz sleppt er af þeim hend-
inni og náttúran sjálf tekur við þeim.
En hún sýnir þeim enga miskunn, held-
ur sóar þeim svo gegndarlaust, að á móti
hverjum laxi, sem kemur aftur upp i
ána, hafa jafnvel þúsund farizt. Þetta
eru gífurleg afföll, og þvi hefur á síðari
árum verið horfið að því ráði i æ rík-
ara mæli, að ala seiðin lengur og gera
þau þannig betur fær um að bregðast
við þeim hœttum sem biða þeirra, bæði
i ánni og hafinu.
Forstumenn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur hafa ávallt haft góðan skilning á
gildi fiskræktar og nauðsyn þess að bæta
áinum upp þann skatt, sem af þeim er
tekinn með veiðinni. Arangurinn er lika
sá, að nokkuð jafnar og árvissar göngur
eru í öllum ám, sem félagið hefur lengi
haft umráð yfir. Kemur þar og til hóf-
legt veiðiálag. Og nú, þegar félagið tek-
ur við starfrækslu eldisstöðvarinnar við
Elliðaár, batnar enn aðstaða þess til
ræktunarstarfsins og möguleikar á þvi,
að taka ný og fisklaus veiðivötn til
ræktunar. Einnig mun verða unnt að
hjálpa öðruni, þegar eldisstöðin hefur
náð fullum afköstum.
Fiskræktin felur í sér ótal möguleika
og viðfangsefni, sem bæði eru hagnýt og
gaman við að fást. Það er t. d. afar
skemmtilegt að gera tilraunir með rœkt-
un úrvalsstofna, eins og Erilt heitinn
Mogensen var byrjaður á og þegar hafði
borið nokkurn árangur er hann féll frá.
Arangur slíkra tilrauna kemur hægt
fram, en veiðimenn i Elliðaánum hafa
siðustu sumurin séð nokkur merki um
stækkandi stofn. Og ekki þarf að eyða
mörgum orðum að því, hver ánægju-
auk.i það er fyrir veiðirnennina, ef þær
tilraunir bera góðan árangur. 1 þessum
efnum., sem flestum öðrum nytsemdar-
málum, verðum við að horfa fram og
byggja upp fyrir ókominn tima.
Ritstj.
Veiðimaðurinn
3