Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 35
ODDUR HELGASON:
Lftxaeldi í Svíðþjód.
ELDI laxaseiða upp í göngustærð er
nú hafið hérlendis. Ahugi manna er
mikill, ekki sízt stangveiðimanna. En
laxeldi er vandasamt og góður árangur
næst ekki nema þar sem aðstaða er góð
og kunnáttumenn að verki, sem leitað
hafa þekkingar til annarra þjóða og
byggja starf sitt síðan á fenginni reynslu
hér.
Mest hefur verið leitað til Bandaríkj-
anna og Svía eftir þekkingu þessari og
mun aðstæðum liinna síðarnefndu svipa
meira til þeirra, sem hér eru fyrir hendi.
En lítið hefur birzt hér um laxeldi í
Svíþjóð og því birtast hér smákaflar, sem
eru þýddir og endursagðir úr skýrslum
„Laxforskningsinstitutet“ nr. 7—8 1963.
Árið 1945 hófst skipulagt laxeldi í
Sviþjóð að frumkvæði raforkustöðvanna,
sem reknar voru með vatnsafli. Fyrst
voru seiði alin í tjörnum, sem árið 1951
voru orðnar 105 hektarar að stærð og
afköstin voru 490.000 sumargömul seiði.
En til þess að ala seiðin í göngustærð
í tjörnum, urðu þær að vera svo stórar
og fóðurkostnaður varð svo hár, að eldi
gönguseiða virtist óframkvæmanlegt.
Auk þess var erfitt að ráða við sjúkdóma
í tjörnum og seiðadauði oft mikill.
Þá hurfu Svíar að því ráði, að ala seið-
in innanhúss í kerjum, ýmist steyptum
eða úr tré eða plasti. í þeim má ala
margfalt fleiri seiði á hvern fernretra
en í tjörnum, eða allt upp í 2—3 kg. á
ferm. meðan á fóðrun stendur og allt
að 10 kg. á ferm. yfir vetrarmánuði,
meðan fiskurinn vex ekki. Vatnið er
15—30 cm djúpt í kerjunum og vatns-
rennslið um 15 mínútulítrar á hvern
ferm. Að innan eru þau máluð með sér-
stakri málningu, sem hindrar að vatna-
gróður setjist í veggina. Fyrst í stað var
að mestu fóðrað með lifur, en með löng-
um og margvíslegum tilraunum hefur
þeim tekizt að framleiða þurrt fóður, að
miklum hluta úr fiski, sem reynzt hefur
hollara seiðunum og ódýrara og auð-
veldara í meðförum. Þurrfóðrið er fram-
leitt með misjafnri kornastærð til að
hæfa seiðum á öllum aldri. Fyrst í stað
gerðu Svíar ráð fyrir að einungis liluti
seiðanna næði göngustærð á tveimur ár-
um, en mest af þeim þyrfti til þess
þrjú ár.
Nú er árangurinn orðinn sá, að mest-
ur hluti þeirra er göngubúinn eftir tvö
ár, en nokkur liluti eftir eitt ár og að-
eins örfá þurfa til þess þrjú ár. Standa
vonir til að enn aukizt verulega sá hluti,
sem vex í göngustærð á einu ári. Árið
1963 voru um 20 eldisstöðvar í Svíþjóð,
sem ólu laxaseiði í göngustærð og heild-
arframleiðsla þeirra var þá 1300.000
gönguseiði.
o o
Kynbótatilraunir.
Við eldistilraunirnar hefur afkvæm-
um hverra foreldra að miklu leyti verið
29
Vr.IÐIMABURINN