Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 34

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 34
honum mikil eftirsjá, að hverfa svo fljótt frá þessu brautryðjandastarfi, á því til- raunastigi, sem þessi starfsemi er enn hér á iandi. Yfirumsjón með veiði og klaki í Ell- iðaánum hafði Ágúst Guðmundsson yfir- vélstjóri frá fyrstutíð Rafmgansveitunnar fram til 1952, er hann iézt, en þá tók við sonur hans, Inoólfur rafmasrnsverkfræð- ingur, og hefir haldið vel í horfinu. Hef- ir hann kynnt sér eldisstöðvar víða er- lendis, sem til fyrirmyndar hafa verið. Ingólfur sá um byggingu nýrrar eldis- stöðvar í Ártúni á árunum 1964 og 65, en gamla klakstöðin var þó notuð áfram, og er í notkun enn, þótt frumstæð þætti. í hinu nýja húsi eru nýtízku klak- skápar, er rúmað geta margfalt fleiri hrogn en gömlu klakkassarnir. Þar eru og eldisþrær og allur umbúnaður til að tryggja öruggt aðrennsli vatns, blöndun þess og hitastillingu. Auk þess er þar fóð- urgeymsla við frystingu og rannsóknar- stofa. Þetta er þó aðeins fyrsti áfangi í framtíðar ráðagerð, sem vonandi á eftir að komast í verk. Enn er eftir að búa betur að laxi, senr ætlaður er til klaks, en unnt er með geymslu í smáum kistum um langan tíma. Það þarf að búa út þrær og malar- skurði, sem laxinn gengur sjálfur í og dvelur þar til að hrygningu kemur. Hrygningin sjálf þarfnast og betri að- búnaðar, einkum að vera varin gegn frosti. Þá þarf og seiðaþrær, er seiðunum er ætlað að fara í sjálfum er þau hafa þroska til að fara út í ána á leið til sjáv- ar. Þá var og liður í ráðagerðunum, að í sambandi við eldisstöðina gæti komist upp fiskasafn. Þótt það sé kostnaðarsöm viðbót, að því er húsakynni snertir, þá er aðstaðan þarna góð, því allar tilfæringar eldisstöðvarinnar geta komið að fullum notum í fiskasafni. Hvergi er aðstaðan betri en á þessum stað. Hvernig slíku safni yrði stjórnað er allt óráðið, hvort það væri á vegum Reykjavíkurborgar, Náttúrufræðistofnunar íslands eða í sam- lögun þessara eða fleiri aðilja er ef’tir að vita, en á þessu ári, 1967, hefir Stanga- veiðifélag Reykjavíkur tekið að sér umsjá klak- og eldisstöðvarinnar af Rafmasrns- veitu Reykjavíkur og fengið Ingólf Ág- ústsson til aðstoðar við reksturinn. Þess er að vænta að Stangaveiðifélaginu megi auðnast að halda áfram þessu verki og ná þeirri þróun, sem vonir hafa staðið til að aðstaðan við Elliðaár veiti. Megi það og verða til þess, að upp verði tekin í ríkum mæli fiskrækt hér á landi. Steingrimur Jónsson. Veiðimenn! Laxaflugur Silunsraflugur Túbuflugur Hárflugur Streamers. Fluguefni og kennsla í fluguhnýtingu. ANALÍUS HAGVÁG Barmahlíð 34. Sími 23056. 28 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.