Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 20
sonar sýslumanns. Skilur stíflan því Ell- iðavatnsengjar frá Vatnsendakrókum, er voru slægjuland frá Vatnsenda. Við þessa aðgerð stíflaðist upp Elliðavatn, þannig að engjarnar fóru í kaf, ásamt ánum Bugðu og Dimmu á þeim kafla, sem stíflunin náði. Rann þá Bugða í Elliða- vatnsuppistöðuna og Dimma úr uppistöð- unni urn flóðgáttir, þar sem áður hafði verið vað á ánni. Gerðar voru 02, flóð- gáttir í stífluna í farvegi Bugðu, en þær voru hafðar lokaðar nema í vatna- vöxtum. Efefir framrennslið síðan aðeins verið í Dimmu niður vesturfarveginn að Efri Fossum og áfram um norðurfar- veginn að inntakslóni Arbæjarstíflu og einnig framhjá því, svo sem áður var lýst. Urkomusvæði Elliðaánna ofan Arbæj- arstíflu er talið 260 ferk.m. að flatar- máli. Nær það upp í Hveradaii og Henglafjöll, vestur Idíðar fjallanna norð- ur eftir, Marardal til Dyrfjalla og upp Mosfellsheiði, eins og landi hailar þar til suðurs og vesturs. En að sunnan er Elliðavatns- og Hólmshraun, norður- hlíðar fjallanna ofan Selfjalis, Vífilsfell og fjöllin upp eftir í Hveradali. Urkom- an er á þessu svæði efst rúmlega 3 m. á ári í Hveradölum, en fer jafnt lækkandi eftir því sem neðar dregur, niður í tæp- an 1 m. við aflstöðina. Telja má meðal- úrkomu á svæðinu 1,5 m. á ári. Á vetr- um, vori og hausti er oft mikið vatns- rennsli ofarlega á þessu regnsvæði, en vatnið sígur fljótt niður í hraunið, þann- ig að oft á sumrin er ekkert ofanjarðar- rennsli á öllu svæðinu ofan Lækjarbotna. Framrennsli Elliðaánna er um það bil 40% úrkomunnar; nokkuð fer í uppguf- un, lítið í gróður á þessu svæði, en mik- ill hluti sígur í jörðu niður dýpra en svo, að það korni f’ram aftur ofanjarðar. Framrennslið svarar til 5 rúmm. á sek. að meðaltali, að Gvendarbrunnavatni með töldu. Venjulega er rennslið yfir þetta meðaltal á vorin, þegar leysa tekur og því gnægð vatns, þegar laxgangan hefst. í þurrkasumrum, einkum eftir snjólétta vetur, minnkar rennslið fram eftir sumri og getur orðið um 2 rúmm. á sek. undir haustið. Um veiðina framan af. Fyrr á tímum var stangaveiði ekki iðk- uð, heldur voru notuð net og girðingar. Var hafður ádráttur, kistur og gildrur, en það voru þessar síðartöldu aðferðir, sem mestu deilunum ollu um Elliðaár- veiðina við Thomsen kaupmann. Þá var það og til, að menn komust á lag með að taka laxinn með höndunum. Þótti sér- stakt lag þurfa til að taka hann upp á sporði. Það var ekki fyrr en Englending- ar komu hér til veiða á síðustu öld, að stangveiði liófst. Þegar Reykjavíkurbær eignaðist veiðina var Englendingum boð- in hún áfram. Hafði bæjarfógeti Halldór Daníelsson og síðar borgarstjóri Páll Ein- arsson eftir 1912 til 1914 samband aðal- lega við firmað J. R. Lumley & Dowell í London, er annaðist útboð á veiðinni gegn lítilli þóknun. Vildi Halldór hafa leiguna unt veiðitímann júní, júlí og ágúst 400 sterlingspund. Auglýsti þá firmað £ 450, því bjóðendur voru vanir að koma fram með lægri boð. Stundum fengust £ 400, en stundum ekki nema £ 350 og fyrir kom 300 sterlingspund. Þannig gekk fram til 1915. Þá var Knud o o 14 Veiðimaburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.