Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 20

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 20
sonar sýslumanns. Skilur stíflan því Ell- iðavatnsengjar frá Vatnsendakrókum, er voru slægjuland frá Vatnsenda. Við þessa aðgerð stíflaðist upp Elliðavatn, þannig að engjarnar fóru í kaf, ásamt ánum Bugðu og Dimmu á þeim kafla, sem stíflunin náði. Rann þá Bugða í Elliða- vatnsuppistöðuna og Dimma úr uppistöð- unni urn flóðgáttir, þar sem áður hafði verið vað á ánni. Gerðar voru 02, flóð- gáttir í stífluna í farvegi Bugðu, en þær voru hafðar lokaðar nema í vatna- vöxtum. Efefir framrennslið síðan aðeins verið í Dimmu niður vesturfarveginn að Efri Fossum og áfram um norðurfar- veginn að inntakslóni Arbæjarstíflu og einnig framhjá því, svo sem áður var lýst. Urkomusvæði Elliðaánna ofan Arbæj- arstíflu er talið 260 ferk.m. að flatar- máli. Nær það upp í Hveradaii og Henglafjöll, vestur Idíðar fjallanna norð- ur eftir, Marardal til Dyrfjalla og upp Mosfellsheiði, eins og landi hailar þar til suðurs og vesturs. En að sunnan er Elliðavatns- og Hólmshraun, norður- hlíðar fjallanna ofan Selfjalis, Vífilsfell og fjöllin upp eftir í Hveradali. Urkom- an er á þessu svæði efst rúmlega 3 m. á ári í Hveradölum, en fer jafnt lækkandi eftir því sem neðar dregur, niður í tæp- an 1 m. við aflstöðina. Telja má meðal- úrkomu á svæðinu 1,5 m. á ári. Á vetr- um, vori og hausti er oft mikið vatns- rennsli ofarlega á þessu regnsvæði, en vatnið sígur fljótt niður í hraunið, þann- ig að oft á sumrin er ekkert ofanjarðar- rennsli á öllu svæðinu ofan Lækjarbotna. Framrennsli Elliðaánna er um það bil 40% úrkomunnar; nokkuð fer í uppguf- un, lítið í gróður á þessu svæði, en mik- ill hluti sígur í jörðu niður dýpra en svo, að það korni f’ram aftur ofanjarðar. Framrennslið svarar til 5 rúmm. á sek. að meðaltali, að Gvendarbrunnavatni með töldu. Venjulega er rennslið yfir þetta meðaltal á vorin, þegar leysa tekur og því gnægð vatns, þegar laxgangan hefst. í þurrkasumrum, einkum eftir snjólétta vetur, minnkar rennslið fram eftir sumri og getur orðið um 2 rúmm. á sek. undir haustið. Um veiðina framan af. Fyrr á tímum var stangaveiði ekki iðk- uð, heldur voru notuð net og girðingar. Var hafður ádráttur, kistur og gildrur, en það voru þessar síðartöldu aðferðir, sem mestu deilunum ollu um Elliðaár- veiðina við Thomsen kaupmann. Þá var það og til, að menn komust á lag með að taka laxinn með höndunum. Þótti sér- stakt lag þurfa til að taka hann upp á sporði. Það var ekki fyrr en Englending- ar komu hér til veiða á síðustu öld, að stangveiði liófst. Þegar Reykjavíkurbær eignaðist veiðina var Englendingum boð- in hún áfram. Hafði bæjarfógeti Halldór Daníelsson og síðar borgarstjóri Páll Ein- arsson eftir 1912 til 1914 samband aðal- lega við firmað J. R. Lumley & Dowell í London, er annaðist útboð á veiðinni gegn lítilli þóknun. Vildi Halldór hafa leiguna unt veiðitímann júní, júlí og ágúst 400 sterlingspund. Auglýsti þá firmað £ 450, því bjóðendur voru vanir að koma fram með lægri boð. Stundum fengust £ 400, en stundum ekki nema £ 350 og fyrir kom 300 sterlingspund. Þannig gekk fram til 1915. Þá var Knud o o 14 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.