Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 46

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 46
bergi, sem jafnframt er vinnuherbergi. Þegar hvisið var hannað 1963—'64 var gért ráð fyrir fóðuröflun á blautfóðri, þ. e. lifur, kjöti, hrognum og loðnu, á sama hátt og hafði verið fyrir sumar- eldið. Til að annast geymslu á þesskonar fóðri og meðhöndlun þess var keypt i fóðurherbergið fyrstikista og sambyggð hakkavél og hrærivél. Þessi tæki hafa ekki verið notuð, svo teljandi sé, því það reyndist takmörkun bundið, að ná í hentugt blautfóður, en af þeim sökum var horfið að fóðrun með innfluttu þurr- fóðri, sem hefur reynst í alla staði mjög vel; auk þess er þurrfóður undirstaðan fyrir hagkvæmni í sjálfvirkri fóðrun. V atnsveitukerfið. Veigamesta atriði í rekstri klak- og eld- isstöðva er vatnið, sem aldrei má bregð- ast. Vatnskerfi eldisstöðvarinnar var hannað með hliðsjón af þessu og gert ráð fyrir fleiri en einum möguleika á vatnsöflun, eins og sjá má af meðfylgj- andi teikningu af kerfinu. Fyrir klakið er lögð 2" plastleiðsla frá 4" lögn VR við Varastöðina. Vatns- kerfið fyrir klakskápa er aðgreint í tvo stofna. Annar stofninn er tengdur um forhitara, sem getur annað upphitun á 3 1/sek. frá 4° c allt upp í 12° c með 0,5 1/sek af 60° c heitu vatni, en hinn stofninn, er fyrir óuppliitað vatn. Tilraunir höfðu leitt í ljós, að við 7—8° c vatnshita yfir klaktímann fást seiði, sem eru tilbúin til byrjunareldis í apríl og ná góðum þroska yfir sumar- eldið. Við klak undir venjulegu hita- stigi Gvendabrunnavatns (um 4° c) eru seiðin aftur á móti ekki tjlbúin til byrj- unareldis fyrr en um mánaðamótin maí- júní. Með liliðsjón af þessu var gert ráð fyrir að klekja hluta af hrognum við 7—8° og öðrum við venjulegan vatnshita, en með þessu móti fæst tímamunur á byrjunareldi um 1—1 \/2 mánuður, sem er til hagræðis í störfum og nýtingu á eldiskerjum til byrjunareldis. Með blönd- un á upphituðu og óupphituðu vatni, t. d. í 6° c, má ná þriðja seiðahópnum, sem væri tilbúinn til byrjunareldis fyrri hluta maí mánaðar. Vatnskerfið í klaksal hentar einnig fyr- ir litlu eldiskerin, sem ætluð eru fyrir klak á augnhrognum og byrjunareldi. Eldisvatnið er leitt frá 6" stofnæð, sem upphaflega var lögð fyrir eldistjarn- irnar. Stofnæðin er tengd við þrýstipípu Elliðaárstöðvar, þannig að rennslið er tiltölulega öruggt, en sem frekari var- úðarráðstöfun er stofnæðin tengd við tvær dælur, aðra við frárennslisskurð Elliðaárstöðvarinnar, en hin, sem er í lokahúsi við olíugeymana, getur dæll vatni úr brunni í vestari árbakka við Hitaveitustokkinn. Auk þessa eru mögu leikar á dælingu á árvatni um 4" leiðsh frá Varastiiðinni, sem nægir fyrir vatns þörf eldishússins með núverandi eldis rými. 6" stofnæðin nægir ekki fyrir vatns- þörf til fullrar nýtingar á eldisrvmi í eldishúsi og titiþróm, enda er gert ráð fyrir nýrri 8" stofnæð frá þrýstipípunni við Elliðaárstöðina. Við hönnun á vatnskerfinu, sem er tengt Elliðaárvatni, var gert ráð fyrir síu, sem hreinsaði árvatnið í leysingum og á öðrum tímum þegar vatnið er ó- hreint. Stöðug síun á Elliðaárvatni væri 40 Veiðtmaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.