Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 39

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 39
landsins til að sleppa í ár í Norðnr-Sví- þjóð. Vegna hlýrra og mildara veður- fars verður eldið svo miklu ódýrara suð- ur frá, að meira nemur en flutnings- kostnaðinum. Merkingartilraunirnar hafa sýnt að stærð seiðanna, þegar þeim er sleppt, hef- ur mikla þýðingu. Ef þau eru minni en 13—13V2 cm. á lengd (ca. 25 gr.) verður endurveiðin mjög lítil. Að meðaltali eykst hún um 1—2% fyrir hvern cm. í lengdaraukningu. Innan systkinahópa getur þessi munur verið ennþá meiri. Bendir það til þess að stærstu seiðin hafi bæði mesta möguleika á að lifa efcir sleppingu og að lífseigustu seiðin vaxi hraðast í eldinu. Seiðunum er sleppt neðarlega í árnar og þótt þau dvelji aðeins skamma stund þar, áður en þau ganga til sjávar, rata þau aftur í ána, sem þeim var sleppt í. Einnig hefur gefið jafn góðan árangur að sleppa seiðum beint í sjó. Rata þau þangað aftur fullvaxin og sé þeim sleppt nálægt árósi, ganga þau í þá á til hrygn- ingar. (Svíar veiða mest af laxinum í Eystrasalti. Veiðarnar eru stundaðar allt árið, með netum eða lóð). Líklegt er að laxastofn hverrar ár hafi sérstaklega að- lagast lífsskilyrðum hennar og hafi því sín séreinkenni, svo sem um niðurgöngu- tíma seiðanna, endurgöngu í árnar og hrygmngu. Ef til vill gefa áframhaldandi rann- sóknir ákveðið svar við þeirri spurningu, en þangað til slíkt svar fæst, er ráðlegt að taka hrogn úr laxi úr þeirri á, sem sleppa á seiðum í, hvar sem þau eru alin. Vöxtur seiðanna er mjög hraður í sjónum. Það tekur seiðin 2—3 ár að ná Veiðimaðurinn 25 gr. þunga í ánum, en þegar eftir árs- dvöl í sjó hefur hann náð veiðistærð. Merkingar á laxi frá Indalsánni 1959 sýndu að meðalþungi á öðru sumri var 1—2 kg., annan veturinn 3—4 kg., þriðja sumarið 4—5 kg., þriðja veturinn 6—7 kg. og fjórða sumarið 8—10 kg. Meðal- þyngd allra merktra laxa á umræddum árum hefur verið 4,0—4,7 kg. Frd kennslu- og kastnefnd S.V.F.R. Fyrsta kastnámskeið S.V.F.R. á þess- um vetri hefst í íþróttahöllinni í Laug- ardal sunnudaginn 8. okt. og stendur yfir næstu 5 sunnudaga. Annað námskeið hefst svo sunnudaginn 12. nóv. og stend- ur yfir næstu 4 sunnudaga. Tímarnir hefjast kl.10:20. Vegna þess hve aðsókn hefur verið mikil er mjög áríðandi að félagsmenn til- kynni þátttöku tímanlega. Tilkynningar um þátttöku og nánari upplýsingar um námskeiðin hjá Halldóri Erlendssyni, sími 18382, og Sigbirni Ei- ríkssyni, sími 34205. Bezt að hringja kl. 19,30—20. 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.