Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 51

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 51
af seiðum, ef fá á sem fyrst svör við spurningum varðandi aðferðir við að sleppa seiðunum. Merkingar eru kostn- aðarsamar og er nauðsynlegt að þeim verði lagt til nægjanlegt fé. Miklar vonir eru tengdar við góðan árangur af því, að sleppa gönguseiðum af laxi í árnar til aukningar á laxgengd og laxveiði. Er málið á tilraunastigi hér á landi, en vonast má eftir niðurstöðum af tilraununum á næstu árum. Ef vel tekst til með tilraunirnar, sem allar líkur benda til, þurfa veiðieigendur og veiði- menn að búa sig undir breyttar aðstæð- ur. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir, hvort þeir vilja sleppa gönguseiðum í árnar, og ef svo er, þá hve miklu magni á ári næstu árin, og hvernig semja eigi um breytingar, sem leiða af að sleppa seiðunum, þ. e. í aukinni veiði og aukn- um aðstæðum í veiðihúsum og lagningu akbrauta á fleiri veiðistaði heldur en gert hefur verið. Að sjálfsögðu liggja ekki ijóst fyrir öll þau atriði, sem fyrir geta komið, en þau rnunu skýrast á næstu árum. Er hér um margþætt mál að ræða, sem krefst mikillar umhugsunar og ítar- legs undirbúnings. Hafa veiðieigendur og veiðimenn og samtök þeirra langa reynslu í að vinna saman og hefur sam- vinna þeirra oftast verið ágæt. Er ekki ástæða til að ætla annað en að þessir að- ilar muni koma sér saman um lausn hinna nýju vandamála. •-------------------------- V e i ð i m e n n ! Munið eftir blaðinu ykkar og sendið pví efni í vetur. Þið megið t. d. ekki láta pátt- inn „Úr dagbók flugunnar“ lognast útaf. Frd L.I.S. HINN 10. sept. s.l. var haldinn í Reykja- vík stjórnarfundur í Nordisk Sportfisker- union. Mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, og fara nöfn þeirra hér á eftir: Frá Danmörku: Erik Christoffersen, Arne Nielsen og Aage Hyhmeyer. Frá Finnlandi: P. J. Karvonen. Frá Nor- Egi: Knut Rom og Egil Amodt. Frá Svipjóð: Bartel Widerberg, Karl Frithi- ofson og Ragnar Phil. Frá Islandi: Guðmundur J. Kristjánsson, Hákon Jóhannsson og Oliver Steinn Jóhann- esson. Allir voru sammála um að berjast þyrfti af öllum mætti fyrir því að lax- veiði í sjó yrði bönnuð í Norður-Atlants- hafi og Eystrasalti. Tillaga þess efnis frá fundinum verður send Norðurlandaráði með ósk um að það fylgi þessu máli eftir. Kanadamenn hafa áður lagt til að öll sjávarveiði á laxi í Norður-Atlantshafi verði bönnuð. Hinir erlendu fundarmenn dvöldu hér á landi dagana 5,—12. september. Var þeim boðið á laxveiðar í Elliðaánum og silungsveiðar í Djúpavatni og Hlíðar- vatni. Einnig voru þeim útveguð veiði- leyfi í Laxá í Kjós, senr þeir greiddu sjálf- ir. Ennfremur var farið með þá í ferða- lög um nágrenni Reykjavíkur, austur í Fljótshlíð, á Þingvöll, Hveragerði og víð- ar. Að loknum fundarstörfum hinn 10. sept. var þeinr boðið til kvöldverðar að Hótel Sögu. Nánar verður sagt trá störfum og álykt- unum fundarins í næsta blaði. Veiðimadurinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.