Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 22
honum lauk. Gunnlaugur Pétursson
fylgdarmaður þeirra sá um veiðina á
meðan þeir voru fjarverandi og veiddi
nokkuð, sem firmað Dowell getur um
í viðbótarskýrslu síðar. I'ar er talið að
öll veiðin liafi þetta sumar orðið 1863
laxar og unglaxar, en 428 sjóbirtingar.
Má þá gizka á að veiðin hafi orðið eigi
minni en 7500 lbs eða 3400 kg.
Eftir 1915 auglýsti borgarstjóri veið-
ina snemma á ári hverju hér innanlands.
og urðu ýmsir til að bjóða í hana. Var
stundum mikil keppni um veiðina.
Fyrstu 3 árin varð Sturla Jónsson kaup-
maður hlutskarpastur og hafði leiguna
1916—1918 ásamt bróður sínum Frið-
riki. Sömdu þeir sig mjög að háttum
Englendinga, bjuggu í veiðimannahús-
unum um veiðitímann og lifðu mest á
laxi, sem þeir brösuðu á glóð. Þeir
leigðu og veiði út frá sér, en buðu ýmsum
til veiða með sér. Þá var ávallt farið ríð-
andi inn að Elliðaám. Reykjavíkurbær
hafði á hendi vörzlu ánna og var Gunn-
laugur Pétursson, er fyrr var nefndur og
sem var um skeið bæjarfulltrúi og mikill
leiðsögumaður útlendinga, árvörður
lengi, en á eftir honunr, upp úr 1920,
kom Elías Bjarnason yfirkennari og var
næturvcirður um nrörg ár.
Þegar heimsstyrjöldinni lauk tóku
Englendingar að spyrjast fyrir unr veið-
ina í Elliðaánum og gera boð í hana aft-
ur, en íslendingarnir urðu þá hlutskarp-
ari og leigan lrækkaði stöðugt fyrstu ár-
in, enda þótt ýmiskonar rask yrði þá í
ánum, þegar farið var að lrugsa um virkj-
unarframkvæmdir. Englendingar hækk-
uðu boð síir snrám sanran úr 400 sterlings-
pundum í 500 og einu sinni í 600 pund,
árið 1920. Þá urðu þeir hæstbjóðendur,
en borgarstjóri svaraði boðinu með því
að veiðin yrði ekki leigð útlendingum,
sökum virkjunarframkvæmda í ánum,
senr þá stóðu lræst. Eftir þetta lrættu íyrir-
spurnir frá Englandi og veiðileigan tók
að lækka nokkru síðar. í eftirfarandi
töflu er sýnd leigan frá 1914 til 1924
ásamt veiði nokkurra ára.
Veiði Leiga Leigjandi
Ár Tala kg. kr.
1914 1185 4007 £400 David Kerr
1915 1490 3750 3500 Einar Erlendss.(* *
1916 4000 Sturla Jónsson
1917 3800 - -
1918 5000 - -
1919 9610 Lriðvík Lárusson
1920 10510 Kristinn Sveinss.
1921 1874 3748 8500 - -
1922 9500 - -
1923 6200 Laxveiðif. Rvk.(*
1924 4000 - -
Árið 1921 býr firmað Dowell út skýrslu
um laxveiðina í Elliðaánum, þar sem get-
ið er þeirrar veiði, sem er tilfærð í 3.
tölulið og um árið 1921 er sagt að silunga
fjöldi liafi orðið um 1000, en ókunnugt sé
um þyngd. í framhaldi þeirrar skýrslu
bætir firmað við, að í meðalári megi með
þremur góðum veiðistöngum auðveld-
lega veiða 2000 fiska yfir veiðitímann. Er
sýnilegt að firmað notar þetta í auglýs-
*) Einar sundurliðar veiðina í skýrslu sinni, frá
24 febr. 1916, þannig: í júní liafa veiðst 330 laxar,
í júlí 530, í ágúst 630, samtals 1490 laxar. Silungur
um 1000, mest sjóbirtingur. hyngd laxa um 3750
kg., en silungs 300 kg. Stærsti lax 8i/[> kg.
*) I Stjórn laxveiðifélagsins voru þeir Pétur Ingi-
mundarson, Asgeir Gunnlaugsson og Guðmundur
Breiðfjörð.
16
Veiðimaðurinn