Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 13
Núverandi stjórn SVFR. Sitjandi talið frá vinstri: Jóhann Kr. Þorsteinsson, varaformaður, Agnar Kofoed-Hansen form., Guðni Þ. Guðmundsson, gjaldkeri. Standandi: Guðmundur Hjaltason, fjármilaritari og Oddur Helgason, ritari. klakhúsa. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mörg seiði árnar geta alið og á því vaxtarskeiði bíða þeirra margar hættur, enda dánartala há. Forystumenn félagsins fylgdust því gaumgæfilega með þróun laxeldis og eygðu þar þann lang- þráða möguleika að fjölga laxi í ánum, ef vel tækist. Árangur var orðinn góður fyrsta áfangann, eða þar til að seiðin höfðu lokið við næringarforðann úr poka sínum. Ef takast mætti að ala þau síðan í eldisstöð með minni afföllum en ef þau hefðu verið í ánni, og með hóflegum kostnaði, væri hægt að fylla ár af laxi án þess að skerða lífsmöguleika seiðanna, sem ólust upp í ánni, en nýta ótæmandi ætisforða sjávarins. Árin 1957—1961 vorn gerðar eldistilraunir fyrir félagið í eldis- stöðinni við Elliðaár. Þær tókust misjafn- lega, því að aðstaða var þar þá öll frum- stæð, en af þessu fékkst þó dýrmæt reynsla. Stendur félagið í þakkarskuld við Erik heitinn Mogensen, fiskræktarfræð- ing, fyrir elju hans og áhuga. Einnig var unnið að því að félagið eignaðist eldis- stiið og lengi leitað að lientugum stað. Hann þurfti að vera nálægt veiðisvæð- um félagsins, nóg af góðu, köldu vatni og rafmagni og í góðu vegarsambandi. Gönguleið að vera stutt og greið úr sjó og þar sem vöxtur seiðanna er lítill eða enginn ef vatnshiti er undir 8 stigum, var staðarval einnig bundið því skilyrði að jarðhiti væri fyrir hendi. Margir staðir Veiðimaðurinn 7

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.