Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 15

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 15
Væri það nokkru meira en öll veiði var á veiðisvæðum félagsins nú í sumar. Má af þessu sjá hvern árangur þetta átak félagsins gæti borið ef vel tekst til, möguleikana til að auka veiði í ám fé- lagsins og einnig til að rækta upp fisk- lausar eða fisklitlar ár. Draumur veiði- mannsins, jafnt í svefni sem í vöku, er að veiða marga laxa og stórvaxna. Eldis- stöð gefur möguleika á að rækta og kyn- bæta laxastofna hverrar ár, auk þess að auka veiði. Ýmsir kostir laxins eru arf- gengir, aðra má rækta með úrvali. Unnt mun vera að fá fram hraðari vöxt og meiri en nú og snemmgenginn stofn og hraustan. Slíkar ræktunartilraunir eru að vísu dýrari en venjulegt eldi, halda þarf sér hverjum systkinahópi af seiðum. Nýt- ast eldiskerin þá oft illa. Ennfremur má gera ráð fyrir að margar slíkar tilraunir mistakist. Þrátt fyrir það er rétt að leggja stund á kynbætur, þótt árangur skili sér ekki alltaf strax. íslenzkir laxastofnar eru flestir fremur smávaxnir og virðast jafnvel hafa farið smækkandi, svo að til nokkurs er að vinna. Rannsóknir Svía henda til að heppilegt sé að rækta stofn hverrar ár senr mest sér, en blanda síð- ur saman mörgurn stofnum. Lífsskilyrði ánna eru margbreytileg og ólík og hver á hefir þroskað og hert sinn stofn við sín- ar sérstöku aðstæður. Er það enn ein á- stæða fyrir SVFR til að reka eldisstöð og hreinrækta stofna á sínum veiðisvæðum. Eftir er örðugur hjalli á þessari þró- unarleið. Ilann er sá að tryggja fjárhags- Veiðimaðurinn 9

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.