Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 19
þessum. Þessi austurkvísl úr Bugðu nið- ur með Árbæjarhólma var tekin a£ með fyrirhleðslu, þegar vatnsveitan var lögð frá Gvendarbrunnum 1906, en öllu vatn- inu veitt áfram í Bugðu. Meðan austur- kvíslin rann, kom hún saman við vestur- kvíslina, eins og fyrr segir, neðan við Efri Fossa. Þegar rafstöðin tók til starfa við Elliða- árnar 1921, var suðurkvíslin niður með Blásteinshólma stífluð með fyrirhleðslu, svo allt vatn rynni til inntakslónsins of- an Árbæjarstíflu í norðurkvíslinni og jafnframt var suðurkvíslin stífluð oían við Selfoss og öllu vatni, sem ekki var notað til virkjunarinnar, veitt í norður- kvíslina. Jók það vatnsmagn liennar og laxagangan upp ósinn hefur síðan aðeins farið fram um austurkvíslina. Aðalrennsli í Elliðaárnar kemur á sumrin úr uppsprettum í Lækjarbotn- nm í tæplega 100 m. hæð yfir sjó og úr afrennsli Selvatns. Þetta rennsli samein- ast í eina kvísl norðan hraunflatanna, þar sem nýbýlið Gunnarshólmi var byggt í 90 m. hæð yfir sjó. Rennur áin þar í einu lagi undir brúna ofan við Geitliáls, en kvíslast nokkru neðar í Hólmsá og Suðurá. Suðurá fær og afrennsli úr kvísl með mörgum uppsprettum undan hraun- inu við Silungapoll og ofar allt upp und- ir Selfjall. Á vetrurn, vor og haust kemur einnig vatn í Fossvallaá ofan frá Sand- skeiði og víðar, er rennur niður norðan vegarins og undir hann framhjá þar, sem gamli bærinn að Lækjarbotnum stóð. Þetta rennsli kvíslast í hraunflötunum neðar, unz mest af því rennur í Suðurá, en hún fer niður með hraunjaðri Heið- merkur, tekur í sig margar uppsprettur undan hrauninu alla leið niður í Elliða- vatn. Eru Gvendarbrunnar þar stærstu lindirnar. Fossvallaá þornar á sumrin nema í vatnsmestu árurn, svo og allt ofanjarðar- rennsli í hana á efra hluta vatnasvæðisins. í vatnslitlum árum þornar hún snemma vors og komið hafa vor, sem hún hefir alls ekki látið sjá sig. All flest árin síðan 1950 má telja vatnslítil og vetur snjó- léttir. Hólmsá rennur norðan við hraunflat- irnar neðan við bæinn að Hólmi og vest- ur Elliðavatnsland á móts við Stórhól í Rauðhólum. Á honum var landa- merkjavarða milli Elliðavatns og Hólms áður fyrr. Nú er Stórhóll með öllu horf- inn ásamt fleirum Rauðhólanna í ofaní- burð vega. Þegar Hólmsá kom þangað niður eftir hlaut hún nafnið Bugða, er rann í mörgum stórum hlykkjum norð- an við Elliðavatnsengjar undir Norð- lineaholti og niður með Vatnsendakrók- o o um niður að Dinnnu, þar sem þær koma saman neðan við hólinn Skyggni. Dimma kemur úr Elliðavatni, sem fyrr segir, og rennur fyrst lygn milli Vatnsendalands og Elliðavatnsengja niður að vaði, en þaðan í nokkrum halla í Vatnsendalandi niður að kvíslamótunum. Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur liafði starfað 3 sumur, liófst hún handa á 4. sumri, 1924, um að gera stíflu á Elliðavatnsengjum, með leyfi jarðeig- enda og ábúenda jarðanna Elliðavatns og Vatnsenda, en keypti síðan jörðina Elliðavatn 1926. Stíflan var sett á mörk- um þessara jarða, neðan við Elliðavatns- engjar, en skammt fyrir ofan voru gaml- ar áveitustíflur frá tíð Benedikts Sveins- Veiðimaðurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.