Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 23

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 23
ingaskyni, þótt það kæmi ekki lengnr að notum meðal Englendinga. Af framangreindum tölum má sjá að veiðin hefur haldist svipuð þessi árin um 400—600 laxar á stöng yfir veiðitímabil- ið. Virkjunarframkvæmdir. Arin 1918 hófust rannsóknir við Ell- iðaárnar vegna virkjunar vatnsaflsins. Landmælingar og grunnathuganir höfðu verið gerðar 1916, en þær höfðu ekki í för með sér rask á árrennslinu. En 1918 var ein af aðgerðunum sú, að torfstífla var byggða yfir norðurkvíslina ofan við fyrirhugaða Árbæjarstíflu, til að athuga hvort yfirborðshraunlagið væri þar svo þétt undir, að stífla mætti á því. Var þetta gert á miðju sumri, en við stíflunina þornaði norðurfarvegurinn á kafla fyr- ir neðan og mikill lax var tekinn þar. Var sumt flutt í suðurkvíslina, en sumt drepið. Var þessi veiðiaðferð ekki ósvip- uð því, sem oft hafði tíðkast áður, þótt eigi hefði verið tilgangurinn að þessu sinni að veiða. Þetta sumar hafði Sturla Jónsson veiðina, en ekki er getið neinna bóta honum til handa lyrir þessar aðgerð- ir. Hinsvegar hafði Lúðvík Lárusson orð- ið hlutskarpastur um veiðina árið eftir með um það bil tvöfaldri leigu miðað við fyrri ár, eða 9610 kr. Hann hafði gert fyrirvara í boði sínu, ef rennsli ánna yrði raskað, en einmitt þá hófust aðalvirkjun- arframkvæmdirnar við árnar. Samdi hann við Zimsen borgarstjóra um nokkr- ar bætur fyrir veiðispjöll. Meðan á byggingu Árbæjarstíflu stóð 1919 var vatnsrennslinu hleypt í suður- kvíslina niður með Blásteinshólma. Var því laxgangan óhindruð framhjá stíflunni og eins 1920 og fyrstu árin eftir að Ell- iðaárstöðin tók til starfa. Var ávallt nóg framhjárennsli, því hvorttveggja var, að þessi ár voru fremur vatnsmikil og notk- un vatnsins til raforkuvinnslu fremur lít- il, en fór þó vaxandi. Fyrsta sumarið, sem aflstöðin starfaði 1921, bar á því að laxinn sótti mjög upp í frárennslisskurð stöðvarinnar. Þar var vatnið mjcig loftauðugt, þegar það kom í skurðinn niður um sográsirnar frá hverflunum. Varð því skjótlega að setja rist í skurðinn til að girða hann frá ánni, en laxinn var svo áleitinn, gróf sig jafn- vel undir, niður í mölina eða klemmdi sig á milli ristarteinanna, að það tókst ekki að fá ristina fyllilega þétta og ör- ugga fyrr en á 3. sumri. Inntakslónið ofan við Árbæjarstíflu í norðurkvíslinni var einnig girt frá ánni svo lax færi ekki þangað. Var það miklu auðveldara viðureignar, því laxinn leit- aði lítt niður með straumi á uppgöngu- leiðinni. Ofan við þessa girðingu var sprengdur skurður gegnum hrauntaglið milli kvísl- anna og framhjárennslinu veitt þar í suðurkvíslina. Með þessu móti var unnt að halda farvegi opnum fyrir laxinum, þrátt fyrir starfrækslu aflstöðvarinnar. En 1929 var Árbæjarstífla lengd til suð- urs, til að ná yfir suðurkvíslina einnig og til að fá þannig stærra inntakslón, sem varð til mikils öryggis gegn kraphættu á vetrum. Þá voru báðar kvíslar stíflað- ar og enginn uppgangur fyrir laxinn. Var því hugsað um að setja laxastiga í suðurhluta stíflunnar, en þá hefðl laxinn gengið upp í inntakslónið. Var álitið að Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.