Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 24

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 24
það myndi tefja hann mjög á uppgöng- unni til veiðisvæðisins í efra hluta ánna. Vakti það áhyggjur meðal stangaveiði- manna. Var þá tekinn sá kostur, að hleypa úr suðurhluta inntakslónsins um laxgöngutímann og láta laxinn ganga upp suðurkvíslina eins og áður, gegnum botnrás stíflunnar. Var þá laxgangan ó- hindruð eins og verið hafði og ávallt nóg framhjárennsli um uppgöngutím- ann þessi árin, því vatnsnotin til afl- stöðvarinnar voru lítil á sumrin. Hins- vegar varð laxinn oft tepptur á niður- göngu sinni á vetrum eftir að stíflan var stækkuð og komst stundum sumt af hon- um ekki niður fyrr en seint á vorin, svo að nærri lá að hann mætti næsta ár- gangi á uppleið. 1933 var bætt við 4. vélasamstæðu í aflstöðina. Varð það til að auka vatns- þörfina til stöðvarinnar. Kom þá að því að framhjárennsli þraut og farvegur suðurkvíslarinnar fram hjá stíflu og norð- urkvíslarinnar fram hjá stöð þornaði á nær 2 km. kafla, en laxinn safnaðist neð- an við stöðina. Þá var það til bragðs tek- ið, að setja kistu þar í ána og flytja laxinn í vatnskössum á bílum upp fyrir inntaks- lón stöðvarinnar. Tókst þessi flutningur vel. I fyrstunni dasaðist laxinn reyndar nokkuð, en með æfingunni tókst flutn- ingsmönnum að koma honum fullspræk- um upp á efra hluta veiðisvæðisins. Voru loftdælur notaðar að góðu gagni til að auka loftmagn í vatninu, meðan á flutn- ingi stóð. Þessir flutningar höfðu þann kost, að efri hluti veiðisvæðisins varð mun fyrr tiltækur til stangveiða, en áður hafði verið. Þegar Sogsvirkjunin var komin 1938 og notkun Elliðaárstöðvarinnar í fyrstu lítil eða engin um veiðitímann, var farvegur Elliðaánna framhjá stíflu og stöð greiður laxi cg vatnsmikill. Þá átti að láta laxinn ganga alla leið ó- hindrað, svo sem áður hafði verið, en þá kom hann seinna upp á efra hluta árinnar. Komu þá fram óskir frá veiði- mönnum um að flytja laxinn samt sem áður upp eftir. Var síðan hvorttveggja gert, að flytja sumt, þegar gangan var mest í byrjun, en leyfa laxinum að öðru leyti að fara sjálfum sína leið upp alla ána. Veiðin í umsjá Rafmagnsveitunnar. Knud Ziemsen borgarstjóri tók við umsjá Elliðaánna af fyrri borgarstjóra Páli Einarssyni 1914. Bauð hann út veið- ina hér innanlands, en hafði þó lengi samband við enska umboðsfirmað frá fyrri tíð. Veiðireglurnar voru sniðnar eftir fyrirmyndum frá Englendingum. Leyfilegur stangafjöldi var ekki ávallt sá sami, en þó fæstar 2 stangir í senn, oft 3 um síðari hluta veiðitímans og stund- um 4 stangir um nokkurn tíma. Veiði- tímabilið var ávallt mánuðirnir júní, júlí og ágúst, 92 dagar. Veiða mátti 15 klst. á sólarhring, en 9 klst. frá kl. 21 til 6 næsta morgun skyldi friðað. Var nú næturvörður hafður til að gæta þessa. Framan af var næturvarzlan á vegum veiðieigenda, en síðar varð leigjanda gert að skyldu að halda næturvörðinn og ábyrgjast árnar. Leigjandi bar og ábyrgð á þeim veiðimönnum, er hann leigði frá sér, að þeir héldu öll skilyrði leigusamn- ingsins m.a, að veiða svo sem góðum 18 Veiðtmaðurtnn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.