Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 27

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Qupperneq 27
uðu veiði í Elliðaánum um fjölda ára. Talið var að það væru 50.000 seiði sem látin voru í árnar árlega og kostaði fyrst 8 kr., síðar 10 kr. þúsundið. Var ætlun Zimsen að bæta með þessu að nokkru það tjón á laxi, sem menn töldu víst að virkjun Elliðaánna myndi valda. Þegar Rafmagnsveitan tók við umsjá ánna 1925, var haldið áfram að láta seiði í árnar og seiðafjöldinn aukinn upp í 100.000, að því er talið var. Síðar virtist koma í ljós að þessar seiðatölur frá Alviðru væru í rauninni of háar allan tímann, svo að nærri munaði helm- ingi. Þessi seiðaflutningur bar sýnilega árangur eftir nokkur ár, því veiðimenn tóku eftir því, að kominn var lax af Sogskyni í árnar innan um Elliðaárlax- inn. A þessum árum var Þórður Flóvents- son, bóndi frá Svartárkoti í Bárðardal. ráðunautur um laxaklak og liafði til þess lítinn fjárstyrk úr ríkissjóði. Hann skoðaði Elliðaárnar á ýmsum tímum árs, lét rannsaka vatnið á ýmsum stöðum, mengun þess og gróður. Var Þórður furðu naskur á að sjá gróðurskilyrðin í ánum. Hann lagði og ráð á, hvar og hvernig skyldi byggja klakhús við árn- ar, en úr því varð þó ekki fyrr en nokkr- um árum síðar. 1932 var byggður torf- kofi neðan við jöfnunargeymi Vatns- veitunnar frá Gvendarbrunnum, sem stendur á móts við Efri Fossa í ánum. Var þar hægt að klekja út um 1200 þús- und seiðum við örugga vatnslind. Við samanburð á klakkössunum hjá Árna í Alviðru, en þeir voru sömu gerðar, var greinilegt að seiðafjöldi hans var of hátt talinn. Það mátti búast við því, að með vexti Reykjavíkur gæti svo farið, að yfirrennsli vatnsveitunnar gæti þrotið, að minnsta kosti um stundarsakir. Voru því hafnar tilraunir með notkun Elliðaársvatns til klaks, undir umsjá Pálma Hannessonar rektors, en hann var formaður veiði- málanefndar frá 1933. Voru tilraunir þessar gerðar niðri við Elliðaárstöðina og vatnið tekið úr þrýstivatnsæðun- um. Tilraunirnar virtust benda til þess, að vel mætti nota Elliðaárvatnið, ef séð væri um rækilega skolun á klakinu eftir gruggun í leysingum. Ef gruggið fékk að setjast fyrir í klakinu um nokkurn tíma, var hrognunum hætta búin. Hita- stig Elliðaárvatnsins þarna var þó mun óhagstæðara. Það gat farið niður að frostmarki löngum um vetur og seink- að klakinu að miklum mun. Tilraun- um þessum varð aldrei lokið að fullu, en þær sýndu þó greinilega yfirburði lindarvatnsins, þar sem hitastigið hélzt svo til jafnt allan veturinn og fór sjald- an niður fyrir 4°. Það kom fljótt í ljós að torfkofinn var að ýmsu leyti óhentugur til klaks- ins. Það var erfitt að viðhalda nægilegu hreinlæti. Sveppar og vatnsmygla vildi setjast að í veggjum og kössum og breið- ast þaðan út. Til að verjast óþrifagróðri voru því veggir fljótt múraðir innan og kalkaðir, súðir málaðar, klakkassar og stoðir einnig á hverju sumri. Heppnað- ist klakið ávallt rnjög vel, svo til öl! árin með mjög litlum afföllum. Mikill hluti seiðanna var seldur ár- lega í ýmsar ár út um allt land og eftir- 21 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.