Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 36

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 36
haldið sér í keri allan eldistímann. Kom- ið hefur í ljós, að systkinahóparnir hafa verið mjög ólíkir að vaxtarhraða, dánar- tölu og ónæmi fyrir sjúkdómum. Síðan hafa merkingar leitt í ljós mikinn mis- mun á hópunum á vexti í sjónum, hversu margir hafa lifað í sjónum og hve fljóií þeir verða kynþroska. Á grundvelli þessara athugana eru kynbætur gerðar í þeim tilgangi, að fá hraðvaxinn stofn, sem gefur mikla end- urveiði og hefur æskilega hæfileika til eldis, eins og mótstöðu gegn sjúkdóm- um, og dafnar vel af tilbúnu fóðri. Kynbótatilraunir hafa staðið í 10 ár á laxi úr Indalsánni, og í tilrauna- stöðinni við Álvkarleö er nú lax, sem kynbættur hefur verið í 4 ætcliði. Á seinni árum hefur einnig lax úr öðrum ám verið tekinn til kynbóta. Venjulega er lax veiddur til lirogna- töku þegar liann gengur í ár til að hrygna eftir veruna í sjónum. Vegna merkinga á aliseiðum hefur verið unnt að velja úr þessum laxi þá, sem eru úr systkina- hópi, sem hefur vaxið vel og liefur lága dánartölu, bæði í eldi og í sjávardvöl- inni. Þó er það mjög lítill hluti hrogna- tökulaxanna, sem er merktur og er þann- ig tiltækur til hrognaöflunar og því eru mjög takmarkaðir möguleikar á að velja af þeim beztu laxana úr þeim systkina- hópum, sem sýnt hafa beztan árangur í eldi og endurveiði. Aftur á móti verð- ur hluti hænga, bæði í eldi og sjálfala, venjulega kynþroska áður en þeir ná göngustærð. Slík kynþroska hængseiði hafa verið notuð rnjög í kynbótatilraun- um til að frjóvga hrogn úr fullvöxnum hrygnum og komið hefur í ljós að slík hrogn hafa frjóvgast afar vel og afkvæm- in orðið jafn dugleg eins og þau, sem fullvaxnir hængar frjóvguðu. Á þann hátt er hægt að velja stærstu hængaseiðin úr beztu systkinahópunum til kynbóta. Hrygnurnar verða venjulega kynþroska eftir tveggja til þriggja ára veru í sjó, en komið hefur í ljós við til- raunir að halda má þeim svo lengi í eldi, að þær verði kynþroska og gefi af sér hrogn. Þannig fengust 300.000 lrrogn haustið 1962 úr hrygnum, sem aldar voru allan tímann í ósöltu vatni. Það er því einnig hægt að velja beztu lirygnu- seiðin úr hverjum systkinahópi og ala áfram til hrognaöflunar. Þegar hrygnurnar eru nógu gamlar til hrcgnatöku, hafa merkingar á syst- kinum þeirra einnig leitt í ljós hverjar eru vænlegastar til mikillar endurveiði. Hrygnur sem aldar eru allan tímann til hrognatökualdurs, gefa færri hrogn en þær, sem alast í sjó (vegna þess að lax- inn vex miklu hraðar og verður stór- vaxnari í sjó) og frjóvgunarhlutfallið hefur verið lægra í sumum tilfellum, en afkvæmi þeirra eru jafn þroskavænleg og hraust og afkvæmi lirygna, sem alast upp í sjónum. Merkingar. Hvert laxapar, sem hrygnir í á, gefur af sér að meðaltali 10.000 pokaseiði. í ánum kemst aðeins lítill hluti þeirra á legg. Sé reiknað með að laxastofni hvorki fjölgi né fækki má gera ráð fyrir að af þessum 10.000 pokaseiðum nái tveir lax- ar því að hrygna og auk þess veiðist urn 10 laxar. Afgangurinn deyr án þess að viðhalda stofninum eða veiðast. Flest 30 Veiðimaðurin.n

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.