Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 38

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 38
seiðin deyja sem ungseiði og göngustærð ná rúmlega eitt hundrað. Þess er því ekki heldur að vænta, að nema nokkur hluti alinna seiða nái fullum vexti. Við eldi í eldisstöð er fylgst með dánartölu seiðanna og gera má nú ráð fyrir að um helmingur seiðanna sem byrjað er að ala, nái göngustærð. Til að fylgjast með seiðunum eftir að þeim er sleppt, verð- ur að merkja þau. Árin 1950—1963 hafa verið merkt um 740.000 gönguseiði af þeim, sem sleppt hefur verið á Eysíra- saltssvæðinu. Af þessum merktu seiðum hefur verið tilkynnt um veiði 65.000 fullvaxinna laxa, samtals yfir 250 tonn, og gera má ráð fyrir einhverjum endur- heimtum til viðbótar. Enginn vafi leikur því á, að það er hægt að viðhalda laxastofni með eldi. Elins vegar er spurningin, hvort eldið svarar kostnaði, þ.e.a.s. livort verðmæti hins veidda lax er hærra en eldiskostn- aðurinn. Merkingarnar svara einnig þessari spurningu. Árin 1950—1959 voru merkt 450.000 gönguseiði og af þeim veiddust sem laxar 45.400 stk. sem vógu alls 193 tonn. Endurveiðin var því 10% og 1000 gönguseiði gáfu af sér 430 kg. af veiddum laxi. Þetta þýðir að verðmæti veiðinnar var 1,5—2 sinnum eldiskostn- aðurinn. í ofangreindum tölum eru all- ar tilraunir með taldar, einnig þær sem gerðar hafa verið til að framkvæma eldis- eða sleppingartilraunir og gefið lélegan árangur. Á þessu tilraunatímabili hefur endurveiðihlutfallið farið vaxandi, eink- um vegna framfara í eldi, kynbótum og sleppingu. Nú virðist mega gera ráð fyr- ir meðalendurveiði allt að 12% og vonir um að unnt verði að hækka hlutfallið. Einstakar merkingartilraunir hafa gef- ið furðu misjafnan árangur. Taflan sýn- ir árangur allra merkinga 1959. Bezti árangurinn hefur verið 41.4% endur- veiddur lax samtals 1345 kg. af 1000 slepptum seiðum og af öðrum 1000 seiðahópi 37,6%, samtals 1670 kg. (í fyrra tilfellinu veiddust fleiri laxar á ungum aldri). Ef gert er ráð íyrir að um 10—20% af laxaseiðum, sem ganga til sjávar, veið- ist altur sem fullvaxinn lax og auk þess gangi nokkrir hundraðshlutar aftur í árnar án þess að veiðast, er ljóst að mest- ur hluti seiðanna deyr í sjónum. Allt bendir til að langmestur hluti þeirra farizt á stuttu tímabili eftir niðurgöng- una xneðan þau eru að venjast róttæk- um lífskjarabreytingum. Ef tekst að lækka dánartöluna þennan tíma aðeins lítinn hundraðshluta myndi það þýða veruleaa veiðiaukninsiu. Eldið miðast o o því við að fá fram laxaseiði, sem eru þeim kostum búin, að þau liafi mesta möguleika á að lifa þetta erfiða um- skiptatímabil. Eins og sést á töflxxnni var mismun- urinn á endurveiði milli einstakra fóður- tilrauna, sem gerðar voru á sörnu syst- kinahópunum, minni en munurinn á hópunum í heild. Hæfileikinn til að lifa í sjónum er því sýnilega að nokkru leyti kynfastur og merkingar hafa því verulegt gildi í kynbótatilraununum. Einnig hefur komið í ljós að meðferð seiðanna í flutningi og sleppingu er mjög þýðingarmikil og enn er margt ó- rannsakað á jxví sviði. Þýðing þess hef- ur orðið meiri á. seinni árum vegna þess að nú er farið að ala seiði í suðurhluta 32 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.