Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 40
Ingólfur Ágústsson:
Uppbygging og rekstur eidistsöðvar
við EHiðaár
Inngangur.
Á liðnu sumri náðist merkur áfangi í
fiskræktarmálum SVFR, þegar samning-
ar tókust við Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur um að SVFR yfirtæki rekstur eldis-
stöðvarinnar við Elliðaár.
SVFR hefur frá fyrstu tíð verið um-
hugað um að varðveita og auka lax-
göngu í þeim ám, sem félagið hefur á
leigu, en einn þáttur í þeirri viðleitni
hefur verið að sleppa kviðpokaseiðum
í þær.
Árangurinn af þessari starfsemi hefur
orðið mikill og kemur greinilega fram í
árvissum laxgöngum í ár félagsins og er
til hagsældar fyrir áreigendur engu síð-
ur en stangveiðimenn.
Við yfirtöku á rekstri eldisstöðvarinar
rætist hugsjón, sem oft hefur verið rædd
innan SVFR og verið hið mesta áhuga-
mál, enda er félagsmönnum það ljóst, að
eldi laxaseiða upp í göngustærð og slepp-
ing þeirra í árnar er ekki aðeins fljót-
virk og árangursrík aðferð til að rækta
þær, heldur er hér um að ræða aðstöðu
til að rækta úrvalsstofna, með sérkenn-
um hverrar ár, en þau ber umfram allt
að varðveita. Eldisstöðin á einnig að geta
stuðlað að I jölgun þeirra einstaklinga í
ánum, sem eru í hópi hinna stóru. —
Þegar starfræksla eldisstöðvarinnar fer
að mótast, verður lögð sérstök áherzla á
eldi úrvalsstofna og afkomenda ein-
staklinga sem hafa borið af í eldi og
endurheimtum.
Enda þótt SVFR hafi nú möguleika á
úrvalseldi og kynbótum á laxstofnum,
verður okkur að vera það ljóst, að rekst-
ur eldisstöðvarinnar er ennþá að mestu
leyti á tilraunastigi og vissan aðlögunar-
tíma þarf til að ná því marki, að unnt
verði að afgreiða seiði af vissum laxa-
stofni eftir pöntun.
34
Veiðimaðurinn