Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Síða 42
0,80x0,6 m, eða samtals rúmlega 57
m2 eldisflötur, en auk þess tvær steyptar
hringþrær 4,5 m í þvermáþeða tæplega 16
m2 að flatarmáli hvor. Eldisrýmið í þess-
um hluta eldisstöðvarinnar er því sem
næst 89 m2.
Vatn til eldisins er nú leitt um 3"
leiðslu frá 6" stofnæð eldisstöðvarinnar
og dreift í eldiskassana um vatnsskipti-
stokk úr tré.
Eldiskassar af þessari gerð þarfnast
mikillar nákvæmni í allri umhirðu, og
fóðrun seiðanna verður að stunda með
sérstakri umhyggju.
Sumareldi í þessum kössum hefur
gengið eftir atvikum vel, en fyrning á
seiðum hefur verið um 40—60%.
Sumaralin seiði náðu ekki þeim þroska
sem æskilegt var, til að halda eldinu
áfram vetrarlangt við árvatnshita. Við
þær aðstæður, sem voru í eldisstöðinni á
þessum árum, var eina ráðið að stytta
klaktímann með því að klekja hrogn-
um út við 7—8° c hita og hefja eldi um
miðjan apríl. Til að ná þessari aðstöðu
voru gerðar tilraunir að klekja út hrogn-
um í eldisstöðinni við 7—8° vatnshita.
— Tilraunirnar voru gerðar við mjög
frumstæðar og erfiðar aðstæður, og það
er ekki sársaukalaust að lesa skýrslu um
fiskræktina við Elliðaár frá þessum ár-
um.
Tilraunaklakið veturinn 1953—’54
hafði lánast svo vel, að ástæða var til
að halda tilraunum áfram. Vorið 1954
fengust nokkur þúsund seiði úr tilrauna-
klakinu og fóðrun seiðanna liófst um
miðjan apríl, en í september höfðu seið-
in náð um 6 cm meðallengd.
Árangurinn af þessari tilraun var það
góður, að ástæða var til þess að undir-
búa frekari aðstæður til að ala seiði upp
í göngustærð, en til þess þurfti eldis-
tjarnir, sem hentuðu vetrareldi.
Fyrsti áfangi í þeirri viðleitni, að skapa
aðstöðu til vetrareldis, var að sumarið
1955 var steypt eldisþró af Washington-
gerð á árbakkanum við Neðri Móhyl.
Þróin er 25 X 8 m> eða 200 m2.
Veturinn 1955—56 var gerð tilraun
með vetrareldi í Washington-þrónni og
eldisvatnið iljað með blöndun á heitu og
köldu vatni, en þessi aðferð á upphitun
eldisvatnsins reyndist ekki örugg og urðu
verulegar sveiflur á vatnshitanum, sem
voru skaðlegar fyrir seiðin.
í maí 1956 voru seiðin í Washington-
þrónni talin og vigtuð. Þá kom í Ijós
að fyrningin í vetrareldi var 18,2%, en
seiðin höfðu þyngst úr 8,2 kg upp í 37,3
kg, og að 25—30% seiðanna höfðu náð
göngustærð, en á meirihluta hinna vant-
aði aðeins herzlumuninn.
Þar sem eftirspurn eftir sumaröldum
seiðum fór sífelt vaxandi og árangurinn
af fyrsta vetrareldi gaf góðar vonir um
að vetrareldi í opnum þróm mundi tak-
ast, var ráðist í að stækka eldisrýmið
fyrir vetrareldi með því að grafa út eldis-
tjörn og seiðaskurði í mýrlenda spildu
norðan við Washingtonþróna. Jarðþró-
in er 25^6 m, kantarnir hlaðnir úr
sniddu en botninn þakinn með fíngerðri
möl. Norðan við jarðþróna og samsíða
henni voru grafnir út 7 seiðaskurðir 25 X
1 m. Bakkar þeirra eru einnig hlaðnir
úr sniddu og botninn klæddur með
fíngerðri möl, á sama hátt og jarðþróin.
Til að anna vatnsþörf eldistjarna og
seiðaskurða var lögð 6" leiðsla frá þrýsti-
36
Veiðimacurinn