Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 43

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Page 43
æð Elliðaárstöðvar niður að þrónum, og vatninu dreift í þrær og skurði um vatn- skipti stokk. Frárennsli er stjórnað um svokallaðan „munk“, sem er grafinn inn í árbakkann og leiðir frárennslið út í Neðri Móhyl. Eldisrými í Washingtonþró, jarðþró og sjö seiðaskurðum er um 525 m2. I þessu eldisrými og eldiskössum hafa verið tekin 350.000 seiði til sumareldis. Fyrning á seiðum liefur verið um 40— 60% til jafnaðar, en seiðaþungi í lok sumareldis frá 0,7—1,5 gr. Eldishúsið. Sumareldi í eldiskössum og útiþróm bar viðunandi árangur, en tilraunir á eldi seiða upp í göngustærð gáfu vís- bendingu um að vetrareldinu fylgdu margvíslegir örðugleikar, sem takmörk- uðu hagstæðan og öruggan árangur. Þetta leiddi til þess, að á árunum 1959— ’60 var gerð á vegum RR áætlun um byggingu og rekstur eldisstöðvar, þar sem gert var ráð fyrir eldishúsi með eldis- rými fyrir allt að 50.000 seiði. Framkvæmdir á byggingu eldishúss töfðust fram til 1964, en þá var hafist handa um að reisa það, og í ársbyrjun 1965 voru fyrstu seiðin tekin inn í húsið. Eldishúsinu var valinn staður und- ir Ártúnsbrekku við hitaveitustokk, skammt ofan við olíugeyma Varastöðv- arinnar og er það þannig í nánum tengsl- um við útieldissvæðið. Eldishúsið er tré- grindarhús byggt á steyptum grunni og flatarmál þess 227 m2. Ytri klæðning er sköruð viðarklæðning, útveggir einangr- aðir með frauðplastplötum, en húsið er klætt að innan með asbestplötum. Innrétting á eldishúsinu er eins og sýnt er á meðfylgjandi grunnteikningu. í klaksal var gert ráð fyrir að nota klakskápa fyrir tvær til þrjár milljónir hrogna. Smíðaðar voru tvær skápasam- stæður af þremur, sem gert var ráð fyrir að setja upp í klaksalinn. I hvorri skápa- samstæðu er 7 skápum raðað hlið við ldið. I hverjum skáp eru 18 klakbakkar og er innanmál þeirra 48x26 cm eða 1250 sm2. Ef miðað er við að 6 hrogn komi á hvern cm2 klakflatar, rúmar hver bakki 7500 hrogn, en það svarar til að klakrými tveggja skápasamstæðna sé fyr- ir 1,8 millj. hrogna. Skáparnir reyndust ekki eins og til var ætlast. Þeir voru smíðaðir úr ál- blöndu sem tærist í vatni. Tæringin 37 VlílÐIMAÐUIÍINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.