Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Blaðsíða 47
æskileg til að forðast að með því berist
seiði og annar óæskilegnr framburður
inn í eldisvatnið.
Undirstaða fyrir síu er tilbúin í brekk-
unni ofan við eldishúsið, en frekari að-
gerðir bíða úrlausnar.
Vatnskerfi eldisvatnsins var hannað
með möguleikum á upphitun í forhitara,
sem getur hitað 25 1/sek frá 0° c upp í
10° c með 4,5 1/sek af 60° heitu vatni.
Til hitunar á árvatni var gert ráð fyrir
að nota 60° heitt frárennslisvatn frá Vara-
stöðinni og í þeirn tilgangi var lögð 1 \//'
einangruð leiðsla frá Varastöðinni upp í
eldishúsið. Þessi leiðsla er ekki tengd
í Varastöðinni eins og er.
Til frekari hitaöflunar var óskað eftir
tengingu við aðalæð Hitaveitunnar, sem
liggur um lokahúsið við olíugeymana.
Hitaveitan heimilaði \\/" lögn fyrir eld-
isliúsið, með fyrirvara um takmörkun á
rennsli til upphitunar á eldisvatni þegar
vatnsþörfirt til húshitunar er mest.
Upphitun á eldisvatni við Hitaveitu-
vatni er kostnaðarsöm, og verður að tak-
markast við hagstæð eldistímabil, t. d.
\ið byrjunareldi á kviðpokaseiðum og
takmarkaða upphitun á árvatni upp í
12—13° c þegar um er að ræða herzlu-
mun á þroska seiða upp í göngustærð.
Við upphitun á eldisvatni verður að
gæta vel að hættu á yiirmettun lofts í
vatninu, en það getur valdið afdrifa-
ríkum dauðsföllum (popeys). Til að ráða
bót á þessari liættu, er kornið fyrir „loft-
un“ á upphitaða eldisvatninu með því
að leiða það um „loftara“ (aerator), þar
sem loft frá blásara er látið leika um upp-
Veiðimaðurinn
41