Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 50

Veiðimaðurinn - 01.09.1967, Side 50
þeim vaxandi gaum í framtíðinni. Seið- um hefur verið sleppt í veiðivötnin í áratugi. Hefur þá lengst af verið um kviðpokaseiði að ræða. Reynsla af að sleppa seiðum í veiðivötn erlendis hefur sýnt, að jafnaðarlega er árangurinn þeim mun betri, sem seiðin eru stærri, þegar þeim er sleppt. Áhugi hefur vaknað hér á landi á að liagnýta sér þessa reynslu. Var byrjað á að ala ungseiði, sem nota átti til liskræktar, sumarlans;t. Nú síð- ustu árin er farið að ala laxaseiði upp í göngustærð áður en þeim er sleppt. Risið hafa upp sérstakar eldisstöðvar til þess að annast seiðauppeldið. Fiskeldi er mjög vandasamt. Krefst það margþættrar kunnáttu og reynslu af þeim, sem við það starfa, auk góðs ytri aðbúnaðar. Við erum byrjendur á sviði fiskeldis, en þó má telja að góður árang- ur hafi náðst á hinum stutta starfstíma þess hér á landi. Samt eigum við margt ólært á því sviði. En með elju og yfirlegum og góðum skilningi mun okk- ur takast að komast yfir byrjunar- örðugleika og koma því á fastan grund- völl. Stangarveiðimenn hafa sýnt mikinn á- huga á fiskrækt. Hafa þeir ýmist sem ein- staklingar eða samtök þeirra komið sér upp klakstöðvum eða keypt seiði til þess að sleppa í árnar. Hefur Stangveiði- VEIÐIMENN! Geri við veiðistengur og hjól. Einar Þ. Guðmundsson. Bragagötu 31. Simi 20290. félag Reykjavíkur verið í þessum hópi. Hefur félagið, sem kunnugt er, rekið klak að Stokkalæk á Rangárvöllum í mörg ár og auk þess látið ala upp seiði. Nú hyggst félagið taka sjálft upp fiskeldi á myndarlegan hátt. Hefur það tekið á leigu eldisstöð Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Elliðaár, og hyggst það reka stöðina framvegis. Ber að fagna því, að félagið skuli gerast virkur þátttakandi í fiskeldi, og er góðs að vænta af síarfsemi þess á þessu sviði. Verður það vonandi bæði fiskræktaráformum félagsins til heilla svo og til að stuðla að lausn á vandamálum fiskeldisins almennt. Jafnframt því að Stangaveiðifélagið tekur nú við eldisstöð Rafmagnsveitunn- ar, hættir Rafmagnsveitan við fiskeldi, sem lnin hefur unnið að nú í nær hálf- an annan áratug. Rafmagnsveitan hefur verið hrautryðjandi á sviði laxeldis hér á landi, og standa fiskeldismálin í mikilli þakkarskuld við forustu hennar í þess- um efnurn. Þegar eldisstöðvarnar hafa alið upp seiðin til fiskræktar, kernur að því að sleppa þeim í veiðivötnin. Er ekki vanda- laust að flytja þau í veiðivötnin frá eldis- stöðvunum og sleppa þeim á réttan hátt þannig, að sem minnst vanhöld verði á seiðunum, og að þau skili sér sem flest síðar í veiðinni. Kanna þarf ýmsa þætti, er varða sleppingu seiðanna, til Jaess að fá vitneskju um árangursríkustu að- ferðirnar við að sleppa þeim. Leggja verður áherzlu á að slík könnun fari fram, en hún verður bezt framkvæmd með því að rnerkja seiðin, áður en þeim er sleppt, og fylgjast svo með endur- heimtu þeirra. Merkja þarf rnikið magn 44 VeIDIMABURINiN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.