Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 9
Arthur Bogason Af sönnum Sandárhöfðing j a Ég er einn af þessum „ólánsömu“ veiði- mönnum sem alvarlega eru haldnir stór- laxaveikinni. Oft hef ég átt erfitt með að berja mig í svefn að kvöldi veiðidags þegar ég hef séð stóran lax í einhverjum hylnum og reynt við hann tímunum saman, auðvit- að án árangurs. í stofunni hjá mér stendur uppstoppað- ur alíslenskur lax, sem vigtaði tuttuguog- eittoghálft kíló. Það er ósköp notalegt á slagviðrasömum vetrarkvöldum að flat- maga hérna í sófanum og virða fyrir sér þetta tröll, gæða hann lífi í huganum á ný og setja hann í fagran streng með krók í kjafti. Þessi fiskur kynntist reyndar aldrei stíðum streng eða lygnri breiðu vegna þess að hann var alinn í þessa stærð, en hann sannar að íslenskir laxar geta orðið þetta stórir og það er ekkert sem segir að þeir geti ekki orðið enn stærri. Þau eru ófá kvöldin í veiðiferðunum sem félagar mínir hlusta af aðdáunarverðri þolinmæði á dramatískar útfærslurnar hjá mér á stærð og gildleika einhverra fiska. En ég á góða veiðifélaga. Þeir vita hvað hrjáir manninn og alltaf er athygli þeirra fölskvalaus. Af framansögðu mætti álíta að ég sé í því alla mína veiðidaga að skaka á lystarlausum stórlöxum og í kjölfarið kjökrandi á kvöld- in yfir óförunum. Arthur Bogason er útgerðarmaður ogfisk- verkandi í Vestmannaeyjum. A myndinni er hann með 20 punda hceng, tekinn á flugu á Staðarstíflunni í Laxá í Aðaldal. Ljósm. Sveinbjörn Jónsson. VEIÐIMAÐURINN 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.