Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 58
Efra-Hólmavað t Laxá. Veiðistaðimir f.v. Vallarvað, Tvíflúð, Langeyrarpollur, Óseyri, Scemundarflúð.
Ljósm. RH.
hafði oft gengið vel, en Ingólfi ekki, en varð
ekki var þar nú. Þá var ekki um annað að
ræða en að fara upp á Oseyri.
Árni setti á Jock Scott tvíkrækju nr. 6 og
fór út alveg efst á Oseyrina, til móts við
Langeyjarpoll. Eftir nokkur köst kom lax
uppúr á eftir flugunni, þá var önnur fluga
reynd og enn önnur, alltaf elti laxinn en
snerti aldrei flugurnar. Þá setti Árni Jock
Scott aftur á, færði sig aðeins til og kastaði
þverar en áður, og þá tók laxinn alveg í kafi.
En það var stutt gaman því laxinn fór
íljótlega af. Við litum hvor á annan, félag-
arnir. Ekki byrjaði það gæfulega. En eftir
að hafa bölvað smávegis, hélt Árni áfram
að kasta og aðeins neðar kom lax enn á eftir
Skotanum, og nú var hann á. Við efri ósinn
var svo 13 punda hrygnu landað.
Ingólfur fór síðan að kasta Rusty Rat
þríkrækju nr. 6 og fljótlega fór lax að elta
fluguna. Þá skipti Ingólfur um flugu og
fór að kasta tvíkrækju nr. 6 sömu gerðar,
og þá flugu tók laxinn. Aftur var farið í
efri ósinn og nú var 19 punda hæng landað.
Eftir þetta fór Ingólfur og kallaði í
feðgana og sagði þeim að koma líka upp á
Oseyri, en Árni reyndi Jock Scott betur og
var fljótlega kominn með lax á. En það var
sýnd veiði en ekki gefm, því eftir snarpa
viðureign við stóran hæng, sem hélt á sér
miklar sýningar, fór svo að laxinn hafði
betur á endanum og synti burt, sem var
kannski ekkert undarlegt, því við skoðun á
flugunni kom í ljós að þetta var eitthvað
blandaður Skoti, en fyrir svona höfðingja
á ekki að bera annað en óblandað.
56
VEIÐIMAÐURINN