Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 32
framt hefur stangafjöldi og veiðitími verið takmarkaður. Veiðieftirlit Eitt af mörgum nýmælum laga nr. 61/ 1932 var eftirlit með veiði. Samkvæmt þeim var heimilt að skipa sérstaka veiði- eftirlitsmenn. Árið 1934 var fyrst skipaður eftirlitsmaður með veiði í Borgarfirði. Ekki hefur þótt ástæða til að fela almennri lög- gæslu veiðieftirlit. Þetta er skynsamleg ákvörðun vegna þess hve sérhæft veiði- eftirlit er og þarf að framkvæmast við margskonar aðstæður. Þessu er líkt farið og eftirlitsþáttum á sjó en þar eru ýmist sérstakir löggæsluaðilar, landhelgisgæslan með sérhæfðan búnað til löggæslu á sjó og veiðieftirlitsmenn sem fara í báta og skip og fylgjast með veiði og veiðarfærum. Óhætt er að fullyrða að veiðieftirlit er mikilvægur þáttur í fískræktarstarfi og grundvöllur þess að ræktun laxveiðiánna verði áfram haldið og geti tekið þeim fram- förum sem mögulegt er í okkar frjósömu laxveiðiám. Vaxandi verðmæti Með tilkomu þeirrar ítarlegu veiðilög- gjafar sem ég hef áður lýst, hefur veiðirétt- areigendum tekist að byggja upp í kringum laxveiðiárnar þjónusturamma sem er mjög verðmætur og skilar drjúgu fjármagni inn í þær sveitir, sem góð veiðivötn með tilheyr- andi þjónusturamma hafa upp á að bjóða. Sennilega eru óvíða í okkar umhverfi jafn- miklir möguleikar fólgnir, eins og í veiði- vötnum okkar, hvar sem er á landinu, og því er mjög mikilsvert að fiskræktarstarf og nýting á þekkingu til fiskræktar fái að njóta sín. Það gerist ekki öðru vísi en fisk- urinn fái að ganga sem mest óhrindrað aftur í það veiðivatn sem hann var uppal- inn í. Þetta er það sem löggjafinn ætlast til og hefur þróað í gegnum þá sögu löggjafar- innar, sem ég hef áður rakið. Af heimavelli Þegar ég tók við formennsku í Veiði- félagi Miðfirðinga árið 1973 var oft kvartað um netaför á laxi veiðimanna. Kvað svo rammt að þessu, að í verstu tilfellum voru margir laxar netamerktir. Fyrstu árin vildi maður ekki trúa því að ólögleg laxveiði í sjó væri stunduð að nokkru marki. En með vaxandi umkvörtunum veiðimanna jókst þrýstingur á að frekari athugun færi fram á þessum þætti eftirlitsins. Eftirlitsferð var farin um Miðfjörð að austanverðu undir stjórn Konráðs Egg- ertssonar, veiðieftirlitsmanns, hinn 16. júlí 1977 og gaf hann skýrslu um ferðina. Ferðin var farin á friðunartíma þegar sil- unganet máttu ekki vera í sjó. I ferð þessari voru net gerð upptæk svo og lax sem í þeim var. Þetta sumar dró mjög úr netaförum á fiski, eftir þessa eftirlitsferð, og veiðin varð mjög góð, raunar mesta veiðisumar sem komið hefur í Miðfjarðará, eða 2.581 lax. Traustir bandamenn! Eftirmálar urðu töluverðir af þessari eftirlitsferð og vakti athygli hversu íbúar þéttbýlisins á Hvammstanga tóku málið illa upp. Maður gæti þó haldið að þeir væru okkar traustu bandamenn því sveitirnar hafa byggt allan sinn þjónusturamma upp á Hvammstanga, verslim, úrvinnslu land- búnaðarvara, heilsugæslu, sjúkrahús o.íl., sem þeir síðan byggja sína atvinnu á og skattleggja ítarlega. Segja má að þeim hafi með þessari uppbyggingu verið falin bæði meðhöndlun og meðferð fjármála sveit- anna svo og uppbygging andlegrar og líkamlegrar líðanar sveitafólksins. Nánast einu fyrirtækin sem rekin eru í sveitunum, 30 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.