Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 26
Laxveiðin 1989 Laxveiðitímabilinu 1989 lauk 20. sept- ember síðastliðinn. Samkvæmt bráða- birgðatölum veiddust um 30.000 laxar á stöng og um 12.000 laxar í net. Alls endur- heimtust um 50.000 laxar úr hafbeit. Heildarveiði á laxi á Islandi 1989 var því um 92.000 laxar. Laxveiði á stöng 1989 var um 19% minni en meðalveiði áranna 1974-1988 og 39% minni en hún var 1988. Stangveiðin nú var svipuð og hún var 1980 og 1983. Frávik frá meðalveiði var mismikið eftir landshlut- um. A Suðvesturlandi var veiðin 15% yfir meðaltali fyrrnefndra ára. A Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra var stangveiðin um 20% undir meðaltali og 36% á Norðurlandi vestra. Veiðin á Aust- urlandi að Vopnafirði meðtöldum var í meðallagi, en á Suðurlandi var hún um 10% undir meðaltali. Tíu aflahæstu árnar í sumar voru: 1. Laxá í Kjós og Bugða 2126 laxar 2. Elliðaár 1763 — 3. Laxá í Aðaldal 1630 — 4. Þverá og Kjarrá 1329 — 5. Grímsá og Tunguá 1200 — 6. Laxá í Leirársveit 1189 — 7. Miðfjarðará 1157 — 8. Laxá í Dölum 1015 — 9. Víðidalsá og Fitjá 920 — 10. Selá í Vopnafirði 910 — Þess ber að geta að fjöldi stanga í ánum er mismikill. Netaveiðin 1989 var um 12.000 laxar, sem er 30% minna en meðalveiði áranna 1974-1988. Flestir laxar veiddust á Suður- landi, um 6.200, 5.500 á Vesturlandi og mun minna í öðrum landshlutum. Neta- veiði á laxi er mest stunduð í Ölfusá-Hvítá, Hvítá í Borgarfirði og í Þjórsá. í hafbeit endurheimtust um 50.000 laxar, sem er það næst mesta frá upphafí, en 1988 var endurheimtan um 64.000 laxar. Skilyrði til stangveiði og netaveiði í byrjun veiðitímabilsins voru erfið vegna vatnavaxta og töpuðust því allmargir dagar úr veiði. Af þeim sökum var veiði eitthvað minni en göngur gáfu tilefni til. Smálaxa- veiði sumarsins var minni en búist hafði verið við og var smálaxinn bæði óvenju smár og gekk seinna í árnar en venjulega. Endurheimtur í hafbeitarstöðvar voru mismiklar að fjölda eftir stöðvum, en endurheimtuhlutfall af slepptum seiðum var almennt með lægra móti í ár. Fréttatilkynning frá Veiðimálastofnun. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.