Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 64

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 64
og hvers kyns „framfarir“, eru litlu Elliða- árnar ennþá til, og þær meira að segja blómstra. Sumarið 1985 gáfu þær 1155 laxa, sem er ekki svo lítið í sex stanga á. (Það vill svo til, að ég átti tvo þeirra, fékk þá í hálfs dags veiði seint um sumarið). Asgeir Ingólfsson er af Elliðármönn- um kominn fram í ættir og hann vann í næstum 20 ár við athuganir og undirbún- ing að bók sinni. I henni er fjöldi mynda, bæði litmyndir og svart-hvítar, ásamt loftmyndakorti. Bókin skiptist í tvo kafla, nákvæma greinargerð um stjórnun ánna og sögu þeirra, og lýsingu á hverjum einstök- um veiðistað, þar sem sagt er frá legustöð- um og hvernig eigi að veiða þá. Fyrri hlut- inn er mjög svo áhugavert sögulegt yfírlit og ætti að verða þeim veiðimönnum, sem láta sig verndunarsjónarmið skipta, hvatn- ing til að láta ekki deigan síga þótt í móti blási. Seinni hluti bókarinnar mun ekki aðeins auka veiðilíkur þeirra, sem veiða í Elliðaánum, heldur sýnir og glöggt hversu mikils fróðleiks hver og einn verður að afla sér um á, til að geta raunverulega talizt „þekkja“ hana. Elliðaárnar eru oft eins konar sýningar- svið og veiðispá fyrir erlenda veiðimenn, sem til landsins koma. Eg gleymi því aldrei, þegar ég sá í fyrsta sinn íslenzkan lax veiddan, á maðk í Hundasteinunum fyrir um 20 árum. Þegar ég sá þennan lax, var einS og ég væri að klípa sjálfan mig til að sannfærast um, að ég væri í raun og veru kominn til að veiða í þessu stórkost- lega landi. Síðan hef ég alltaf farið inn að Elliðaám strax eftir að ég hef skráð mig inn á hótelið mitt, til að sjá hvernig gengur. Það er svo með mig, og marga aðra, að trú mín á vikunni, sem í hönd fer, byggist á því hvernig veiðist í Elliðaánum. Elliðaárnar segja líka sína sögu um íslenzku þjóðina, þessar 240 þúsund sálir, 62 sem hafa gert þetta hrjóstuga land að einu mesta velferðarríki heimsins, og hvers vegna þetta land getur státað af meira en 60 ágætum laxveiðiám. Bing Crosby fannst gaman að segja sögu, sem áréttar þetta. Honum var boðið að veiða í hálfan dag í Elliðaánum sem gestur Stangaveiðifélags Reykjavíkur, félagsins sem haft hefur Elliðaámar á leigu og séð um þær síðan 1939. Hann var að flauta lagstúf á meðan hann var að reyna litla kvörn fyrir neðan Sjávarfossinn með lítilli Blue Charm, og veitti varla nokkra athygli brúnni næstum beint yfír höfði sér, þar sem þjóðvegurinn liggur yfír ána. Allt í einu ólgaði á fiski, og hann hremmdi fluguna. Bing var einn þarna og átti í erfiðleikum með að lempa laxinn í stríðum straumnum fram hjá oddhvössu grjótinu, sem alltaf er til vandræða á þessum stað. Loksins fór þó laxinn að „sýna á sér kviðinn“ og Bing kom honum að bakkanum, þar sem hann tók hann með höndunum. „Skyndilega“, sagði hinn hamingju- sami veiðimaður, „brutust út mikil fagn- aðarlæti. Það hafa áreiðanlega verið hundrað bílar, sem lagt hafði verið við veginn, og allur mannskapurinn stóð við handriðið á brúnni og klappaði og veifaði. En enginn hafði látið hið minnsta í sér heyra á meðan ég var að fást við fiskinn. Mér hefur oft verið fagnað innilega, en aldrei þótt eins vænt um fagnaðarlætin og í þetta skipti. Eg varð svo sannarlega hrærður“. OgBing bætti við eftir augna- bliks þögn: „Allir fóru aftur að bílunum sínum og leyfðu mér að veiða í friði.“ Bók Asgeirs Ingólfssonar segir líka sína sögu um íslenzka þjóðarsál. Tökum sem dæmi mál Thomsens hins danska, sem átti Elliðaárnar á seinni hluta síðustu aldar og virtist ætla að eyða laxastofni ánna með VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.