Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 5
Veiðimaðurinn 45. árg. Nr. 131 Málgagn stangaveiðimanna Desember 1989 Ritstjóri: Magnús Ólafsson lltlit og uppsetning: Rafn Hafnfjörð og Magnús Ólafsson Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur Afgreiösla: Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, sími 686050 Kemur út í apríl, ágúst og desember Eftirprentun aðeins með leyfi útgefanda Litgreining: Prentmyndastofan Filmuvinna: Litbrá-offset Setning og prentun kápu: Litbrá-offset Prentun innihalds: Umbúðamiðstöðin Bókband: Flatey Verð: Kr. 300 Spáin sem brást og fleiri mál A þessu hausti hefur ,,sumarið sem brást“ verið helzta umrceðuefni stangaveiðimanna. Spáð hafði verið mjög góðum laxagöngum í árnar, en reyndin varð önnur. Göngurnar voru víðast hvar undir meðallagi og veiðin varð eftir því. Einkum skilaði smálaxinn sér illa og það sem veiddist var að miklum hluta undirmálsfiskur. Stcerri laxinn gekk einnig í minna mceli en búizt hafði verið við. Þetta kom stangaveiðimönnum í opna skjöldu, því að þeir höfðu vœnzt svo mikils. Spáin hafði gefið fögur fyrirheit og mönnum var í fersku minni sumarið ífyrra og tóku mið af hinni miklu veiði þá. En þó að síðastliðið sumar hafi brugðizt okkur stangaveiðimönnum að því leyti, að vonin um miklar laxagöngur og stóra veiði, jafnvel metveiði, náði ekki að rcetast, var útkoman ekkert frábrugðin því, sem áður hefur gerzt. Sannleikurinn er sá, - að þrisvar á þessum áratug hefur stanga- veiðin verið minni en hún varð í sumar og tvisvar varð hún svipuð og nú. En við miðum gjaman við þau ár, þegar bezt gekk, og eigum erfitt með að scetta okkur við þessar niðursveiflur, sem koma alltaf öðru hverju í laxveiðinni. A sama tíma og laxveiðin í nágranna- löndum okkar fór minnkandi, svo að víða nálgaðist ördeyðu, upphófst blómaskeið í laxveiðinni hér á landi í byrjun áttunda áratugarins. A árunum 1970-1979 var stangaveiðin að meðaltali 40.269 laxar á ári. A áratugnum, sem nú er að Ijúka, var meðalveiði hins vegar um 32.340 laxar. Þetta er að vísu fjórðungi minni veiði en tíu VEIÐIMAÐURINN 3

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.