Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 31
laxalögunum svonefndu, er stefnt til bóta um þetta mál. Að vísu fara lög þessi miklu skemmra en flestir forgöngumenn þessara mála í þá daga vildu, en allt um það voru þau mikil framför frá því, sem áður var. Laxalögin frá 1886 ákveða þriggja mán- aða veiðitíma fyrir lax, og ráða sýslunefnd- ir hvenær hann er tekinn á hverjum stað. Alstaðar er veiðitími framan af sumri, og er það til ótvíræðra hagsmuna fyrir þá, sem veiði eiga neðar við árnar, því að þá er þar fiskför mest. Hinir, sem upp með ánum búa, hafa aftur litla veiði um veiðitímann, og er því almennt talið, að ýmsum þeirra verði það á að stunda veiði eftir að veiði- tíma er lokið. I annan stað er svo mælt fyrir í laxalög- unum 1886, að lagnet eða fastar veiðivélar megi ekki ná lengra út en í miðja á, og megi aldrei verða skemmra milli þeirra en 60 metrar (30 faðmar). Með ákvæði þessu er að vísu fyrir því séð, að ár séu ekki þver- girtar og laxför í þeim hindruð með öllu, en það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, þeim, er athugar þetta mál rækilega, að þess er engin von, að lax komist langt upp eftir ám, ef þar er svo veiðivélum skipað, sem lög þessi framast leyfa. Þegar saga lax- og silungsveiði hér á landi er athuguð, kemur í ljós, að nú á einni öld hefur orðið margfalt meiri þróun í veiðitækni heldur en samanlagt á öldunum þar á undan, allt frá því land byggðist. Afleiðing þeirrar öru þróunar er sú, að sí- fellt verður að setja nánari reglur til friðun- ar fiskstofna fyrir ofveiði. ítarleg veiðilöggjöf 1932 Árið 1929 skipaði atvinnumálaráðherra nefnd til að semja frumvarp til laga um lax- og silungsveiði og áttu þessir menn sæti í henni: Jörundur Brynjólfsson, alþm., Ólafur Lárusson, prófessor, og Pálmi Hannesson, rektor. Nefndin samdi frum- varp sem lagt var fyrir Alþingi 1930. Frumvarpið var samþykkt 1932 með mörgum breytingum og viðbótum og tóku lögin gildi 1. janúar 1933. Fjöldi nýjunga var í hinum nýju lögum og margt stórmerkra ákvæða, svo sem um veiðirétt, bann við laxveiðum í sjó, gerð og frágang veiðivéla, lengingu vikufriðunar, mannvirkjagerð í veiðivötnum, fiskræktar- félög, veiðifélög, stjórn veiðimála og eftir- lit með veiði, styrkveitingu til fiskræktar og matsgerðir. Bann við laxveiði í sjó er eitt þýðingar- mesta ákvæði laga nr. 61/1932. Það stöðv- aði þá þróun að laxveiði færðist að mestu út á sjó. Menn höfðu, er lögin voru samþykkt, leitað að góðum veiðistöðum í sjó, í nokkur ár. Á Norðurlöndum og Bretlandseyjum veiðist mestur hluti laxins í sjó, og hefði mátt búast við, að þróun þessara mála hér á landi hefði orðið eitthvað svipuð. I Noregi veiddust t.d. 85 af hundraði laxa í sjó. Ræktun á laxi á mjög erfitt uppdráttar í þeim Evrópulöndum, þar sem laxveiði í sjó er mikil, vegna þess, að sjávarveiðimenn vilja lítið eða ekkert leggja af mörkum til þeirra mála. Má gera ráð fyrir að svo hefði einnig orðið hér á landi. Laxveiðin hefði þá orðið arðlítil í dag hefði málum verið þannig farið. Veiðifélög Með lögum nr. 61/1932 komu veiði- félög til sögunnar, sem höfðu það hlutverk að skipuleggja veiði á einstökum veiði- svæðum. Starfssvæði veiðifélaga eru heil fiskihverfi eða hlutar þeirra og eru ábú- endur veiðijarða, eða eigendur þeirra, félagsmenn. Við stofnun veiðifélaga hefur verið breytt um veiðiaðferðir. Netaveiði hefur víðast hvar verið lögð niður og stangaveiði tekin upp í hennar stað. Jafn- VEIÐIMAÐURINN 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.