Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Síða 79
las reikninga sambandsins, sem voru sam-
þykktir. Fram kom, að fjárhagsleg afkoma
L.S. var með bezta móti á starfsárinu.
Þá flutti Arni Isaksson veiðimálastjóri
erindi um laxveiðina 1989 og birtist það
hér í blaðinu.
Næst fluttu fulltrúar aðildarfélaga L.S.
fréttir af starfsemi félaganna á árinu.
Tumi Tómasson fískifræðingur, for-
stöðumaður Norðurlandsdeildar Veiði-
málastofnunar á Hólum í Hjaltadal, flutti
erindi um laxveiðar í sjó.
Orri Vigfússon formaður Laxárfélags-
ins (Laxá í Aðaldal) greindi frá hugmynd-
um sínum um kaup á laxveiðikvóta Fær-
eyinga og Grænlendinga og aðgerðum í
því máli, en Orri hefur unnið ötullega að
þessu á undanförnum vikum. Birtist erindi
hans hér í blaðinu.
Þessu næst flutti Böðvar Sigvaldason,
formaður Landssambands veiðifélaga,
erindi um eftirlit með netum í sjó hér við
land. Erindið birtist í þessu blaði.
Sigurður Arnason, fv. skipherra hjá
Landhelgisgæslunni, sagði frá reynslu
sinni af eftirliti með netalögnum á göngu-
leiðum laxins við strendur landsins, og
kom þar ýmislegt athyglisvert fram, m.a.
af hve mikilli hörku sumir veiðiþjófar
stunda iðju sína.
Fjörugar umræður urðu um þessi er-
indi en því næst var gert fundarhlé til
næsta dags.
Um kvöldið var veglegt hóf fyrir full-
trúa og maka. Þar léku Arni Isaksson veiði-
málastjóri og Olafur G. Karlsson fv. for-
maður SVFR fyrir dansi að loknu borð-
haldi, félagar úr Stangaveiðifélagi Kefla-
Arni Isaksson veiðimálastjóri og ÓlafurG. Karlsson fv.formaðurSVFR léku fyrir dansi t kvöldhófinu og
gerðu mikla lukku.
VEIÐIMAÐURINN
77