Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 47
stöðu að afskaplega mikilvægt væri fyrir
þær veiðar að hafa bátana hreina og alls
ómengaða af lykt af öðrum fiski, og að slíkt
hefði mjög mikil áhrif á veiðihæfni lín-
unnar.
Á Grænlandi ræddi ég við fjölmarga
aðila til að undirbúa kvótamálið, meðal
annars ráðuneytismenn, fiskifræðinga og
sérfræðinga sem vinna að því að gera at-
vinnulíf fjölbreyttara í strjálbýlum byggð-
arlögum. Forstjóri Grænlandsverslunar-
innar lýsti yfir stuðningi við þetta verkefni
og bauð mér góða aðstoð. Málið er þó enn
á viðkvæmu stigi og formlegt erindi hefur
enn ekki verið lagt fyrir grænlensku stjórn-
ina. Ymis teikn, þar á meðal samþykkt
Færeyinga, gerir það að verkum að ég á von
á því að slíkt gæti orðið fljótlega.
Sameinumst allir
Þá langar mig að geta þess að haft hefur
verið samband við NASCO-skrifstofuna í
Edinborg og er hún í viðbragðsstöðu að
koma inn í þetta mál þegar við teljum
heppilegt. Þá eru hagsmunaaðilar hér á
íslandi og í Noregi, Svíþjóð, Bretlands-
eyjum, Bandaríkjunum og Kanada byrj-
aðir að kanna peningahliðina. Fundur
verður í okkar undirbúningsnefnd og því
næst verður Júlíusi Sólnes ráðherra kynnt
málið en hann verður sem kunnugt er um-
hverfismálaráðherra og fer þegar með mál-
efni sem tilheyra embætti samstarfsráð-
herra Norðurlandaráðs.
Hinn 15. og 16. nóvember er mér síðan
boðið að sitja stjórnarfundi hjá Inter-
national Salmon Organisation og Atlantic
Salmon Federation og kynna þessi mál
frekar. Þessi samtök hafa þegar lýst yfir
stuðningi við þetta verkefni okkar íslend-
inganna. Nú fer að koma að því að laxveiði-
unnendur verði að fara að skoða sín pen-
ingamál alvarlega og ég vona að allir sam-
einist um það að gera það myndarlega og að
enginn skerist úr leik.
Lokaorð
Ég vil að lokum segja þetta. Málið er
enn á mjög viðkvæmu stigi og má ekkert út
af bera. Óheppilegar og ónákvæmar fréttir
geta skemmt fyrir okkur, en við þekkjum
öll af eigin reynslu hvað laxveiðimálin eru
viðkvæm hjá okkur heima í héruðum.
Ég legg áherslu á að þessi samningamál
verði undir forystu okkar Islendinga, en
við munum taka fullt tillit til ábendinga og
sjónarmiða samstarfsþjóða okkar. Vonandi
tekst að koma málinu í höfn á allra næstu
mánuðum.
Gunnar Rósinkranz með fallegan vorlax úr Norð-
urá, 10 punda hrygnu af Brotinu H.júní. Liósm. Stefán
Á. Magnússon.
VEIÐIMAÐURINN
45