Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 34

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 34
stórum hluta vinnudagsins innan fjögurra veggja vinnustaðarins.“ „Veiðivarsla er náttúrulega fyrst og fremst það sem allir átta sig á, er þeir heyra það starfsheiti, að fylgjast með veiðimönn- um, að þeir fari eftir settum reglum um veiðitæki og gerist ekki of veiðiglaðir og gírugir. Er rétt að taka það fram strax, að sá hluti starfsins sem snýr að sportveiði- mönnum við Miðfjarðará er einstaklega ánægjulegur. Til hreinna undantekninga má telja að veiðimenn við ána fari ekki eftir settum reglum. Þar er yfirleitt samankom- ið einvala lið sannra veiðimanna og prúð- menna, sem gera þann hluta starfs veiði- varðarins að sannri ánægju. I öðru lagi er veiðieftirlitsmanni ætlað að sinna ýmsum verkefnum fyrir veiðimálastjóra, safna skýrslum, annast sýnatökur af löxum og silungum, mæla hitastig veiðivatna og svo framvegis.“ „Skýrt er kveðið á í lögum um lax- og silungsveiði, að laxveiðar í sjó séu bann- aðar. Mönnum er lögð sú skylda á herðar að sleppa laxi sem kann að slæðast í veiðar- færi þeirra og kveða lögin ekki á um annað en það gildi einnig um lax sem er dauður eða dauðvona. Hins vegar leysa lögin ekki úr þeim spurningum sem kunna að vakna, hvernig t.d. eigi að koma í veg fyrir að lax lendi í netum sem hugsuð eru til annarra veiða en laxveiða, t.d. veiða á göngusilungi. Hafa hagsmunir landeigenda við laxveiðiár annars vegar og landeigenda við sjávar- síðu í nágrenni laxveiðiár hins vegar oft á tíðum stangast illilega á, er laxar sem eru á leið sinni í laxveiðiárnar til að auka kyn sitt lenda í netum sjávarjarðabænda sem eru í sínum fulla rétti að leggja net fyrir göngu- silung. Kemur þar til kasta veiðivarða að fylgja því eftir að lax sé ekki veiddur í sjó. Það, að framfylgja því að laxar séu ekki veiddir í silunganet, er erfiðara um að tala 32 en framkvæma. Lengi hefur vantað reglu- gerð samhliða lögunum margnefndu og hefur sú vöntun gert lögin álíka hriplek og netin góðu sem baráttan stendur oft á tíðum um. Lögin hafa ekki sagt til um há- markslengd slíkra neta, hámarksstyrk þeirra, hvernig þau skuli lögð og ekki lögð, og merkingar þeirra og fleira sem nauðsyn- legt má teljast til að heildaryfirsýn sé yfir veiðum með netum þessum. Lögin hafa hins vegar innihaldið ákvæði um lágmarks- stærð möskva í slíkum netum en hins vegar ekkert um hámarksstærð þeirra. Þetta hef- ur leitt til þess að erfiðleikar við að fram- fylgja lögunum eru ómældir. Sem dæmi má nefna að í skjóli þess að verið sé að veiða göngusilung, hefur lengi viðgengist á ýmsum svæðum á landinu, að lögð eru gríðarlöng net úr sterku girni (0.50-0.70 mm) með möskvastærð allt að 14-15 sm á strengdan möskva, sem segir okkur það að verið sé að veiða tröllauknari göngusilunga en langmenntaðir fiskifræðingar kannast við að þrífist við strendur landsins, eða þá að beinlínis er verið að leggja fyrir lax sem er á leið í árnar. Ekki hvarlar að mér að ætla að bændur við sjávarsíðuna séu svo illskeyttir að vera að brjóta lög með þessum hætti, svona almennt. En hins vegar hefur greinarhöf- undur og kollegar hans við vatnasvæði Miðfjarðarár ítrekað rekið sig á að slík net hafi verið þar í sjó. Til að fylgjast með netaveiði í sjó er beitt þeim meðulum sem fyrirfmnast hent- ugust í hvert og eitt skipti. Er vikufriðun skal viðhöfð, er reynt að fara sem mest með ströndum á sjó, aka að þekktum veiðistöð- um, eða þá það sem er alhentugast, að fljúga yfir vörslusvæðið og hafa veiðieftir- litsmenn þá notið aðstoðar Landhelgis- gæslunnar er hún hefur lagt til þyrlu. Einnig þekkist að veiðieftirlitsmenn fljúgi VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.