Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 68

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 68
á liðnu starfsári, og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr henni, en sleppt er þeim atriðum í skýrslunni, sem áður hefur verið getið í V eiðimanninum. Spurningalistinn A fyrsta fundi stjórnar var farið að vinna úr því veganesti sem síðasti aðalfundur gaf stjórninni og þá að mestu stuðst við niður- stöður úr skoðanakönnuninni. Þau fímm áhersluatriði er flest stig fengu voru þessi: 1. Að auka áróður fyrir betri umgengni veiðimanna - 377 stig. 2. að þrýsta á stjórnvöld um aukin fjár- framlög til Veiðimálastofnunar til aukins eftirlits með flskeldis- og hafbeitarstöðv- um og til nauðsynlegra rannsóknarstarfa - 365 stig. 3. að halda áfram baráttu fyrir því að almenningur fái að veiða ókeypis í Þjóð- görðum t.d. við Þingvallavatn - 313 stig. 4. að knýja meira á um fjárveitingu til vegagerðar á Arnarvatnsheiði - 309 stig. 5. að vinna að því að stangaveiðifélögin fái frjálsan og frían aðgang að veiði í þeim uppistöðulónum sem verða til vegna virkj- unarframkvæmda - 291 stig. Aðalfundur Landverndar Hjörleifur Gunnarsson sat fund Land- verndar á Hótel Sögu 25. og 27. nóvember. Var fundurinn fróðlegur að vanda og mikið rætt um umhverfismál. Hjörleifí gafst tækifæri til að taka þátt í þeim umræðum og sýna ruslapokana sem við létum fram- leiða á síðasta ári. Vakti þessi framtakssemi okkar mikla athygli á fundinum og hugðust fleiri feta í fótspor okkar í þessum efnum. Samstarf við Veiðimálastofnun Þann 17. nóvember bauð veiðimála- stjóri til fundar þar sem kynnt var starf- semi stofnunarinnar. Fluttu starfsmenn stofnunarinnar þar mjög fróðleg erindi og skýrslur. Eg vil taka það sérstakleg fram í þessu sambandi að allt samstarf við Veiðimála- stofnun hefur verið með miklum ágætum og starfsmenn stofnunarinnar hafa ávallt verið reiðubúnir til að leysa úr óskum okkar og vanda. Tel ég það mikið lán fyrir stangaveið- ina í landinu að hafa svo góða starfskrafta sem raun ber vitni á þessari stofnun og með jafn hæfan og víðsýnan veiðimálastjóra. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka sérstak- lega Arni Isakssyni fyrir lipra og góða sam- vinnu og biðja hann að færa starfsfólki stofnunarinnar sérstakar þakkir frá fund- inum. Arni er nú á förum til útlanda til frekara náms í sínum fræðum og eftir því sem ég hef fregnað mun hann aðallega ætla að leggja stund á svokallaða erfðablöndun á laxi. Við óskum Arna góðrar ferðar, hlökkum til að hitta hann að nýju og fá að fræðast frekar um okkar eilífðar áhugamál. Bréf til landbúnaðarráðherra (Sjá Veiðimanninn tbl. 129, bls. 82-83). Þarna er í fyrsta skipti farið fram á það við ráðuneytið: Að ráðnir verði eftirlitsmenn til að fylgjast með öllu er varðar fiskeldi samkv. lögum og reglugerðum. Að settar verði reglur um gerð og frá- gang eldiskvía í sjó. Að veita fé til að rannsaka og framleiða geldstofna, sem notaðir yrðu í kvíaeldi. Að farið sé strax að frysta svil til geymslu úr þeim laxastofnum sem talin er mest hætta búin. Sem betur fer hafa nokkur þessara 66 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.