Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 68

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 68
á liðnu starfsári, og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr henni, en sleppt er þeim atriðum í skýrslunni, sem áður hefur verið getið í V eiðimanninum. Spurningalistinn A fyrsta fundi stjórnar var farið að vinna úr því veganesti sem síðasti aðalfundur gaf stjórninni og þá að mestu stuðst við niður- stöður úr skoðanakönnuninni. Þau fímm áhersluatriði er flest stig fengu voru þessi: 1. Að auka áróður fyrir betri umgengni veiðimanna - 377 stig. 2. að þrýsta á stjórnvöld um aukin fjár- framlög til Veiðimálastofnunar til aukins eftirlits með flskeldis- og hafbeitarstöðv- um og til nauðsynlegra rannsóknarstarfa - 365 stig. 3. að halda áfram baráttu fyrir því að almenningur fái að veiða ókeypis í Þjóð- görðum t.d. við Þingvallavatn - 313 stig. 4. að knýja meira á um fjárveitingu til vegagerðar á Arnarvatnsheiði - 309 stig. 5. að vinna að því að stangaveiðifélögin fái frjálsan og frían aðgang að veiði í þeim uppistöðulónum sem verða til vegna virkj- unarframkvæmda - 291 stig. Aðalfundur Landverndar Hjörleifur Gunnarsson sat fund Land- verndar á Hótel Sögu 25. og 27. nóvember. Var fundurinn fróðlegur að vanda og mikið rætt um umhverfismál. Hjörleifí gafst tækifæri til að taka þátt í þeim umræðum og sýna ruslapokana sem við létum fram- leiða á síðasta ári. Vakti þessi framtakssemi okkar mikla athygli á fundinum og hugðust fleiri feta í fótspor okkar í þessum efnum. Samstarf við Veiðimálastofnun Þann 17. nóvember bauð veiðimála- stjóri til fundar þar sem kynnt var starf- semi stofnunarinnar. Fluttu starfsmenn stofnunarinnar þar mjög fróðleg erindi og skýrslur. Eg vil taka það sérstakleg fram í þessu sambandi að allt samstarf við Veiðimála- stofnun hefur verið með miklum ágætum og starfsmenn stofnunarinnar hafa ávallt verið reiðubúnir til að leysa úr óskum okkar og vanda. Tel ég það mikið lán fyrir stangaveið- ina í landinu að hafa svo góða starfskrafta sem raun ber vitni á þessari stofnun og með jafn hæfan og víðsýnan veiðimálastjóra. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka sérstak- lega Arni Isakssyni fyrir lipra og góða sam- vinnu og biðja hann að færa starfsfólki stofnunarinnar sérstakar þakkir frá fund- inum. Arni er nú á förum til útlanda til frekara náms í sínum fræðum og eftir því sem ég hef fregnað mun hann aðallega ætla að leggja stund á svokallaða erfðablöndun á laxi. Við óskum Arna góðrar ferðar, hlökkum til að hitta hann að nýju og fá að fræðast frekar um okkar eilífðar áhugamál. Bréf til landbúnaðarráðherra (Sjá Veiðimanninn tbl. 129, bls. 82-83). Þarna er í fyrsta skipti farið fram á það við ráðuneytið: Að ráðnir verði eftirlitsmenn til að fylgjast með öllu er varðar fiskeldi samkv. lögum og reglugerðum. Að settar verði reglur um gerð og frá- gang eldiskvía í sjó. Að veita fé til að rannsaka og framleiða geldstofna, sem notaðir yrðu í kvíaeldi. Að farið sé strax að frysta svil til geymslu úr þeim laxastofnum sem talin er mest hætta búin. Sem betur fer hafa nokkur þessara 66 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.