Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 70
og smjörsalan, ásamt heildverslun I. Guð-
mundsson, greiddu svo til allan fram-
leiðslukostnað.
Eg tel að ruslapokarnir séu gott framtak
sem halda beri við og ég vonast til þess að
þeir verði notaðir við allar veiðiár lands-
ins í framtíðinni.
I. Guðmundsson hefur þegar gert
pöntun á 20 þúsund pokum fyrir næsta
sumar.
Fimm fyrrverandi formenn
Þann 10. október boðaði stjórnin á fund
til sín fimm síðustu formenn L.S. til að
losa þá við ýmiskonar gögn er tilheyra L.S.
og þeir höfðu varðveitt frá sinni formanns-
tíð.
Mættir voru þeir Guðmundur J. Krist-
jánsson, sem var formaður 1959-1970,
Hákon Jóhannsson 1973-1976, Karl Ómar
Jónsson 1976-1979, Birgir Jóhannsson
1981-1984 og Gylfi Pálsson 1984-1986.
Þarna var dustað rykið af ýmsum merk-
um málefnum sem unnin voru í formanns-
tíð þessarra manna og skjölin síðan vistuð
í skápum sem L.S. hefur til umráða á nú-
verandi fundarstað stjórnar í félagsmið-
stöðinni í Gerðubergi.
Var þessi fundur bæði skemmtilegur og
fróðlegur fyrir núverandi stjórnarmenn.
Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka
þessum fyrrverandi formönnum fórnfúst
og árangursríkt starf í þágu stangaveiði-
íþróttarinnar.
Arnarvatnsheiðin
Norðlingafljót er enn aðalfarartálminn
og nær ógerningur að komast yfir það
nema á mjög háum fjórhjóladrifs bílum.
Einnig er mjög torfært að húsinu eftir að
komið er yfir fljótið og reyndar mjög tor-
fært milli hinna mörgu vatna sem þama
eru.
En húsið er gott með fjórum svefnstæð-
um og gas-hitunartækjum. Einnig er einn
kamar þarna í námunda við húsið og annar
við Ulfsvatn.
Eg tel þetta góðan vísi að þeirri veiði-
paradís sem ég hef látið mig dreyma um
þarna.
Næsta skrefið ætti ef til vill að vera það
að byggja annað hús heldur stærra með
vistarveru fyrir eftirlitsmenn, sem jafn-
framt gæti ferjað fólk yfir Norðlingafljót
og ekið því milli vatnanna.
En eins og málin standa þarna í dag, er
„markhópur“ þeirra Borgfirðinga aðeins
jeppafólk, og kemur þá ekki til greina fyrir
stangaveiðifélögin að stofna sérstakar
deildir jeppaeigenda, einskonar „jeppa-
klúbba“, sem hefðu á sinni stefnuskrá
sameiginlegar veiðiferðir að torsóttum
veiðivötnum?
Slíkir klúbbar gætu verið með sér
fræðslu- og skemmtifundi yfir vetrar-
mánuðina.
Þess ber að geta í leiðinni að vegurinn
upp úr Miðfirði inn að Arnarvatni mikla er
fær flestum bílum en þar er ekkert veiði-
hús.
Formaður á faraldsfæti
Mér þykir rétt að geta þeirra funda og
ferða sem formaður tók sér fyrir hendur á
árinu.
28. okt. Fagnaður hjá Stangaveiðifélagi
Hafnarfjarðar.
3.-4. nóv. Ferðamálaráðstefna á Akur-
eyri og talað þar máli stnagaveiðifólks.
11. nóv. Fyrirlestur um breytingar á
lax- og silungsveiðilögunum á opnu
húsi hjá S.V.F.R.
16. nóv. Fyrirlestur og myndasýning
um sjóbirtingsveiði hjá Armönnum.
19. nóv. 30 ára afmælishátíð Stanga-
veiðifélags Keflavíkur.
68
VEIÐIMAÐURINN