Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 70

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 70
og smjörsalan, ásamt heildverslun I. Guð- mundsson, greiddu svo til allan fram- leiðslukostnað. Eg tel að ruslapokarnir séu gott framtak sem halda beri við og ég vonast til þess að þeir verði notaðir við allar veiðiár lands- ins í framtíðinni. I. Guðmundsson hefur þegar gert pöntun á 20 þúsund pokum fyrir næsta sumar. Fimm fyrrverandi formenn Þann 10. október boðaði stjórnin á fund til sín fimm síðustu formenn L.S. til að losa þá við ýmiskonar gögn er tilheyra L.S. og þeir höfðu varðveitt frá sinni formanns- tíð. Mættir voru þeir Guðmundur J. Krist- jánsson, sem var formaður 1959-1970, Hákon Jóhannsson 1973-1976, Karl Ómar Jónsson 1976-1979, Birgir Jóhannsson 1981-1984 og Gylfi Pálsson 1984-1986. Þarna var dustað rykið af ýmsum merk- um málefnum sem unnin voru í formanns- tíð þessarra manna og skjölin síðan vistuð í skápum sem L.S. hefur til umráða á nú- verandi fundarstað stjórnar í félagsmið- stöðinni í Gerðubergi. Var þessi fundur bæði skemmtilegur og fróðlegur fyrir núverandi stjórnarmenn. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þessum fyrrverandi formönnum fórnfúst og árangursríkt starf í þágu stangaveiði- íþróttarinnar. Arnarvatnsheiðin Norðlingafljót er enn aðalfarartálminn og nær ógerningur að komast yfir það nema á mjög háum fjórhjóladrifs bílum. Einnig er mjög torfært að húsinu eftir að komið er yfir fljótið og reyndar mjög tor- fært milli hinna mörgu vatna sem þama eru. En húsið er gott með fjórum svefnstæð- um og gas-hitunartækjum. Einnig er einn kamar þarna í námunda við húsið og annar við Ulfsvatn. Eg tel þetta góðan vísi að þeirri veiði- paradís sem ég hef látið mig dreyma um þarna. Næsta skrefið ætti ef til vill að vera það að byggja annað hús heldur stærra með vistarveru fyrir eftirlitsmenn, sem jafn- framt gæti ferjað fólk yfir Norðlingafljót og ekið því milli vatnanna. En eins og málin standa þarna í dag, er „markhópur“ þeirra Borgfirðinga aðeins jeppafólk, og kemur þá ekki til greina fyrir stangaveiðifélögin að stofna sérstakar deildir jeppaeigenda, einskonar „jeppa- klúbba“, sem hefðu á sinni stefnuskrá sameiginlegar veiðiferðir að torsóttum veiðivötnum? Slíkir klúbbar gætu verið með sér fræðslu- og skemmtifundi yfir vetrar- mánuðina. Þess ber að geta í leiðinni að vegurinn upp úr Miðfirði inn að Arnarvatni mikla er fær flestum bílum en þar er ekkert veiði- hús. Formaður á faraldsfæti Mér þykir rétt að geta þeirra funda og ferða sem formaður tók sér fyrir hendur á árinu. 28. okt. Fagnaður hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar. 3.-4. nóv. Ferðamálaráðstefna á Akur- eyri og talað þar máli stnagaveiðifólks. 11. nóv. Fyrirlestur um breytingar á lax- og silungsveiðilögunum á opnu húsi hjá S.V.F.R. 16. nóv. Fyrirlestur og myndasýning um sjóbirtingsveiði hjá Armönnum. 19. nóv. 30 ára afmælishátíð Stanga- veiðifélags Keflavíkur. 68 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.