Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 30

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Qupperneq 30
menn hafl greint á um skiptingu veiði í hinu nýnumda landi. Þjóðkunn er frásögn Vatnsdælu um deilur þeirra Ingimundar- sona og Hrolleifs Ljótssonar í Ási um veið- ina í Vatnsdalsá. I landabrigðaþætti Grá- gásar, Staðarhólsbók kap 438, sbr. Kon- ungsbók kap. 208, eru ýmis fyrirmæli um samveiði og skiptingu veiði. Þar eru og hin fyrstu drög til friðunar. Járnsíða og Jónsbók I Járnsíðu eru ákvæði um veiði. I Jóns- bók eru einnig ákvæði um veiði og eru þau að mestu sniðin eftir landslögum Magnús- ar lagabætis, hinum norsku. Ákvæði þessi hafa um margar aldir verið hin einu fyrir- mæli um veiðirétt og veiði hér á landi. Það leynir sér ekki að þessi ákvæði eru einkum til þess sett að jafna veiði og fyrirbyggja yfírgang. Hitt virðist ekki hafa vakað fyrir þeim er lögin settu, að fiskurinn þyrfti frið- unar við, ef veiðin ætti að haldast. Hér eru engin ákvæði um ársfriðun eða vikufriðun, friðun hrygningarsvæða eða takmarkanir á ósaveiði. Svo liðu meira ensexaldir, ogekkert bar til tíðinda í veiðimálum landsins. En eftir að Alþingi var endurreist, leið ekki á löngu áður en óskir komu frá landsmönnum um, að það léti veiðimál til sín taka. Árið 1849 var gefín út tilskipun um veiði á Islandi. Er hún einkum um dýraveiðar á landi og sela- og hvalaveiðar, en tekur ekki til veiði í vötnum og ám. Bænaskrá um aukna friðun á laxi Það er ekki fyrr en árið 1867 að Alþingi tók veiðimálin upp. Upptök þessa voru þau að 147 menn í Mýra- og Hnappadals- sýslu sendu þinginu bænaskrá, þar sem þess er beiðst, að það taki laxveiðimálin til meðferðar. Benda þeir á það í bæna- skránni, að laxveiðin hér á landi megi telj- ast meðal bjargvætta landsmanna, og hafí hún einkum fært þeim mikinn arð áður fyrr, meðan veiðin var hóflega stunduð og hinum fornu veiðilögum lotning sýnd, enda hafí þá gengið lax í flestöll vatnsföll landsins. Þeir segja að svo líti út, sem menn þekki ekki ákvæði veiðilaganna eða hirði ekki um að halda þau, og margir veiðieig- endur hugsi um það eitt að drepa sem mest af laxinum það árið eða þann daginn, sem yfír stendur, án þess að skeyta hið minnsta um það hvort þeir sjálfír eða aðrir fái nokk- uð veitt árið eða daginn eftir, né um hitt, hvort aðrir, sem veiði eiga, geti nokkurrar veiði notið. Benda þeir og á það, að síðan farið hafí verið að flytja sláturlaxinn til út- landa, hafi misnotkun á veiðinni farið í vöxt og að mestar séu horfur á því, að lax- veiðin gangi til þurrðar, ef slíku haldi fram. Oska þeir eftir því að Alþingi taki mál þetta til rækilegrar íhugunar og biðji konung um lög um þetta efni og í þeim þurfí meðal annars að vera eftirfarndi ákvæði: 1. Að aðeins sé heimilt að veiða lax á tímabilinu frá lokum marsmánaðar til 16. ágúst ár hvert. 2. Að lax sé friðaður vikulega frá kl. 12 síðdegis á laugardögum til sama tíma á sunnudögum. 3. Að bönnuð sé laxveiði í sjó nálægt ós- um þeirra vatnsfalla er lax gengur í og að allur veiðiskapur sé bannaður í slíkum ósum. 4. Að stærð möskva í netum sé takmörk- uð við að hinn smái og ungi lax fái lífi að halda og ekki verði leyfðir minni möskvar en 2!4 þuml. á hvern veg milli hnúta. Laxalögin 1886 Eins og fram kemur í áðurnefndu bæna- skjali má svo heita að engin ákvæði séu í lögum til friðunar laxinum. En með lögum um friðun á laxi nr. 5, 19. febrúar 1886, 28 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.