Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 26

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Side 26
Laxveiðin 1989 Laxveiðitímabilinu 1989 lauk 20. sept- ember síðastliðinn. Samkvæmt bráða- birgðatölum veiddust um 30.000 laxar á stöng og um 12.000 laxar í net. Alls endur- heimtust um 50.000 laxar úr hafbeit. Heildarveiði á laxi á Islandi 1989 var því um 92.000 laxar. Laxveiði á stöng 1989 var um 19% minni en meðalveiði áranna 1974-1988 og 39% minni en hún var 1988. Stangveiðin nú var svipuð og hún var 1980 og 1983. Frávik frá meðalveiði var mismikið eftir landshlut- um. A Suðvesturlandi var veiðin 15% yfir meðaltali fyrrnefndra ára. A Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra var stangveiðin um 20% undir meðaltali og 36% á Norðurlandi vestra. Veiðin á Aust- urlandi að Vopnafirði meðtöldum var í meðallagi, en á Suðurlandi var hún um 10% undir meðaltali. Tíu aflahæstu árnar í sumar voru: 1. Laxá í Kjós og Bugða 2126 laxar 2. Elliðaár 1763 — 3. Laxá í Aðaldal 1630 — 4. Þverá og Kjarrá 1329 — 5. Grímsá og Tunguá 1200 — 6. Laxá í Leirársveit 1189 — 7. Miðfjarðará 1157 — 8. Laxá í Dölum 1015 — 9. Víðidalsá og Fitjá 920 — 10. Selá í Vopnafirði 910 — Þess ber að geta að fjöldi stanga í ánum er mismikill. Netaveiðin 1989 var um 12.000 laxar, sem er 30% minna en meðalveiði áranna 1974-1988. Flestir laxar veiddust á Suður- landi, um 6.200, 5.500 á Vesturlandi og mun minna í öðrum landshlutum. Neta- veiði á laxi er mest stunduð í Ölfusá-Hvítá, Hvítá í Borgarfirði og í Þjórsá. í hafbeit endurheimtust um 50.000 laxar, sem er það næst mesta frá upphafí, en 1988 var endurheimtan um 64.000 laxar. Skilyrði til stangveiði og netaveiði í byrjun veiðitímabilsins voru erfið vegna vatnavaxta og töpuðust því allmargir dagar úr veiði. Af þeim sökum var veiði eitthvað minni en göngur gáfu tilefni til. Smálaxa- veiði sumarsins var minni en búist hafði verið við og var smálaxinn bæði óvenju smár og gekk seinna í árnar en venjulega. Endurheimtur í hafbeitarstöðvar voru mismiklar að fjölda eftir stöðvum, en endurheimtuhlutfall af slepptum seiðum var almennt með lægra móti í ár. Fréttatilkynning frá Veiðimálastofnun. 24

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.