Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 9

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 385 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Surgery; In offence and defence Eiríkur Jónsson MD Department of Urology Landspítali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland Sókn og vörn Guðmundur Magnússon læknir framkvæmdi fyrstu opnu aðgerðina (laparotomi) á Íslandi vegna lifrar- sulls árið 1893. Fram að því höfðu ástungur og þján- ingarfull brennsluaðferð verið helsta læknisráðið. Aðgerðin var framkvæmd í heimahúsi á Sauðárkróki og markaði upphaf á farsælum ferli þessa ágæta skurðlæknis og kennara. Þegar kemur að stærri og flóknari skurðaðgerð- um er eðlilegt að spurt sé: „Hvaða aðgerðir á að framkvæma hérlendis og hverjar utanlands?“ Slík spurning verður ágengari eftir því sem aðgerðir eru flóknari og tilfellin sjaldgæfari. Kröfur um aukna sérhæfingu læknis, teymis og tækjabúnaðar spila þar inn í, sem og viðhald þjálfunar. Hér í blaðinu er gerð grein fyrir lifraraðgerðum á Landspítala sem falla undir þau skilmerki að vera flóknar og vanda- samar. Unnið er á blóðríku líffæri sem heldur illa saumi og býður upp á alvarlega fylgikvilla. Rök sem hníga að því að framkvæma sem flestar skurðaðgerðir hérlendis eru margvísleg. Í fyrsta lagi er auðveldara að vera sjúklingur og aðstandandi sjúkra á heimaslóðum. Þá þurfa skurðlæknar sem afla sér þekkingar og þjálfunar utanlands að fá að beita færni sinni þegar heim er komið. Það getur ráðið úrslitum um að læknar ráðist yfirhöfuð hér til starfa og ílendist. Fyrir tæpum áratug tók ég þátt í því verkefni að Landspítali eignaðist aðgerðarþjarka. Taldi á þeim tímapunkti að komið væri lag þar sem vel þjálfaðir skurðlæknar voru að koma til starfa og aðrir mögu- lega á leiðinni. Efasemdaraddir heyrðust, ekki bara frá heimafólki heldur einnig framleiðanda. Fyrir- tækið vildi ógjarnan selja tæki sitt einhverju örsam- félagi sem gæti í fákunnáttu sinni komið á það óorði. Eftir fortölur tókst að sannfæra seljanda um annað og samhliða dyggum stuðningi, innan spítalans sem utan, gengu kaupin í gegn. Þessi ákvörðun reyndist farsæl og nú eru við störf á Landspítala öflugir skurðlæknar sem nota þjarkann við margvíslegar skurðaðgerðir á kviðar- og grindarholi. Í því sam- bandi má ekki gleyma mikilvirku teymi skurðhjúkr- unarfræðinga sem lagði mikið af mörkum svo þetta yrði að veruleika. Aðferðafræði þjarkans reynist inn- gripsminni en þær eldri og hefur stytt legu- tíma og jafnvel breytt aðgerðum sem áður kröfðust innlagnar í dagaðgerðir. Það skiptir því miklu máli að áskor- uninni sé tekið og krefjandi aðgerðir eins og lifrarskurðaðgerðir séu framkvæmdar hérlendis enda er árangur sambærileg- ur og hjá erlendum sjúkrahúsum. Slíkar áskoranir virka bæði á breiddina og dýpt- ina með því að sambærileg viðfangsefni verða fyrirstöðuminni en ella. Á sama tíma steðj- ar að skurðlækningum Landspítala einfaldara, en þó snúið viðfangsefni sem er vaxandi biðlisti eftir „rútínu“ skurðaðgerðum. Pestarfaraldurinn hefur aukið hressilega á eldra vandamál og skilið eftir sig fjölmennan hóp sem nú bíður átekta. Skjót lausn er ekki bara nauðsynleg fyrir þetta fólk heldur þarf að viðhalda þjálfun og starfsánægju skurðlækna og samstarfsfólks sem ótækt er að nýti ekki kunnáttu sína og getu til fulls. Í skurðlækningum þarf því að spila bæði sókn og vörn. doi 10.17992/lbl.2022.09.703 Það þarf að viðhalda þjálfun og starfsánægju skurðlækna og samstarfsfólks sem ótækt er að nýti ekki kunnáttu sína og getu til fulls. Í skurðlækningum verður að spila bæði sókn og vörn. Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir á Landspítala eirikjon@landspitali.is LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO Aðalfundur Læknafélags Íslands 2022 verður haldinn 14. október í Hlíðasmára 8 í Kópavogi Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is NITRILE OG LATEX ANSELL EINNOTA HANSKAR Ansell er einn stærsti framleiðandi á hönskum í heimi og merkið þekkt fyrir mjög vandaða vöru. Hanskarnir eru sterkir og áreiðanlegir og ekki að ástæðulausu að margir vilja eingöngu nota Ansell í sínu starfi. HVÍTIR LATEX MICRO-TOUCH Latex Ultra II hanskarnir eru margreyndir hér á landi og henta fyrir allar aðstæður. Extra sterkir með góðri teygju. BLEIKIR NITRILE MICRO-TOUCH Mjög vandaðir hanskar sem eru fyrir þá sem vilja smá lit í tilveruna. Hluti af söluhagnaði fer í verkefni tengd brjóstakrabbameini. Bleikt er málið! SVARTIR NITRILE MICRO-FLEX Þunnir, mjúkir og sterkir svartir hanskar sem henta fyrir alla notkun. Hanskarnir hafa fengið einstaklega góð meðmæli og flestir sem prófa velja að kaupa þá aftur og aftur. BLÁIR NITRILE MICRO-TOUCH Bláu Nitrile hanskarnir hafa verið lengi í sölu hjá Fastus. Þeir hafa reynst einstaklega vel og þeir eiga traustan aðdáendahóp. Henta vel fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Ansell einnota hanskar 1.500 kr/pk (100 stk)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.