Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 39

Læknablaðið - 01.09.2022, Side 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 415 Þann 21. júní 2022 var hátíðisdagur á endurhæfingardeild Landspítala Grensás en þá afhentu hollvinir Grensáss formlega skjólgóðan garð þar sem hollvinasamtökin höfðu borið kostnað af hönnun og framkvæmdum. Hátíðardagskrá var við þetta tilefni og gestum boðið. Dagskráin fór fram utandyra í ausandi rigningu og þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra steig í pontu hafði hann á orði að það hefði verið á honum einn þurr þráður sem nú væri orðinn votur. Þar sem ég stóð úti í síðri regnkápu með hettu og hélt regnhlíf yfir gesti í hjólastól og það rigndi stöðugt ofan í ermina á hendinni sem hélt regnhlífinni, hugsaði ég: Hví í ósköpunum flytja þau þetta ekki inn? Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvinasamtaka Grensáss, er tíður gestur á Grensás og í spjalli við hana barst þetta í tal, en hollvinunum fannst það að standa úti í rigningunni vera tákn- rænt fyrir þá baráttu og þrautseigju sem þarf til að ná bata. Flestar heilbrigðis- og velferðarstofnanir eiga sér hollvinasamtök sem eru nauðsynleg þar sem starfsfólkið á nóg með sín verkefni í þágu skjólstæðinga og hollvinasamtökin beita sér fyrir bættum aðbúnaði. Frá opnun í apríl 1973 hefur endurhæf- ingardeildin á Grensási veitt sérhæfða endurhæfingarþjónustu þeim sem verða fyrir heilsutapi af völdum sjúkdóma eða slysa og þjónar landinu öllu. Húsakostur- inn stenst ekki nútímakröfur og er löngu sprunginn utan af starfseminni. Stjórn- völd hafa ákveðið að nú skuli byggt við Grensás og hefur farið fram samkeppni Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. endurhæfingarlæknir masgeirsdottir@mac.com Magdalena Ásgeirsdóttir um hönnun byggingarinnar. Dómnefnd hefur valið hvað skal byggt og 23. ágúst 2022 skrifaði ráðherra undir samning við hönnuðina sem urðu hlutskarpastir. Nýbyggingin mun hýsa kjarnastarfsemi sem lýtur að líkamlegum þáttum en það er líka nauðsynlegt að hlúa að andlegri vellíðan og byggingin verður að vera bæði nytsamleg og falleg. Stofnunin er heimili fólks meðan á endurhæfingunni stendur, sem getur verið frá nokkrum vikum upp í eitt til tvö ár. Við endurhæfingu er unnið með alls kyns skynörvun til að bæta færni. Allt rýmið, bæði innan- og utandyra, er notað í þeim tilgangi, samanber nýi garðurinn sem mun nýtast allt árið um kring. Þar er mismunandi undirlag, mismunandi byggingarefni, litir, lýsing, tröppur og brautir. Jarðlægur gróður, upphækkuð beð og matjurtabeð og nú er komin upp- skera og skjólstæðingar geta farið sjálfir út og náð sér í ferskt grænmeti. Einn mik- ilvægasti þátturinn í því að ná bata er að nærast, neyta matar. Góð máltíð í fallegu umhverfi bætir lífsgæði, bæði andleg og líkamleg. Algengasta umkvörtunarefni þeirra sem dvelja langdvölum á Grensás er maturinn. Það væri óskandi að í nýrri byggingu væri gert ráð fyrir að eldað væri á staðnum, skjólstæðingum okkar til hagsbóta. Markmið endurhæfingar geta verið mismunandi, öllum er hjálpað til sjálfsbjargar, með því aukast lífsgæði og margir komast aftur til starfa eftir endur- hæfingu. Það að sjá og finna bata veitir innblástur. Grensás virðist njóta bæði velvildar og trausts í þjóðfélaginu. Í Hollvinasamtök- unum er fólk sem á það sammerkt að það sjálft eða aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu á Grensás. Hollvinasamtökin munu á hálfrar aldar afmælisárinu 2023 standa fyrir fjölbreyttri dagskrá til að vekja athygli á Grensás með það fyrir aug- um að auka skilning á hlutskipti þeirra sem missa færni, bæði andlega og líkam- lega, og þurfa að takast á við breytt líf. Við endurhæfingarfagfólkið erum full tilhlökkunar og bíðum spennt eftir að geta sinnt skjólstæðingum okkar við betri aðstæður í nýju húsnæði. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGOFélag almennra lækna Þórdís Þorkelsdóttir Sólveig Bjarnadóttir Félag íslenskra heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir Oddur Steinarsson Félag sjúkrahúslækna Theódór Skúli Sigurðsson Magdalena Ásgeirsdóttir Læknafélag Reykjavíkur Ragnar Freyr Ingvarsson Ingibjörg Kristjánsdóttir Steinunn Þórðardóttir formaður Stjórn Læknafélags Íslands Grensás í nærri hálfa öld

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.