Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 49
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 425 „Dæmigerður“ dagur í lífi skurðlæknis á Akureyri 07:00 Vekjaraklukkan hringir. Við hjón- in erum þegar vöknuð þar sem yngstu tvö börnin eru frekar árrisul. Hringingin þó ágætis áminning um að fara að huga að dagsins önn. Vekjum elsta barnið, allir klæða sig og borða. 07:50 Set börnin á hjólin og í hjólavagn- inn. Af stað á leikskólann, þaðan á spítal- ann. Komin ný hjólageymsla sem hægt er að hjóla inn í og geyma allt örugglega. 08:05 Mæti í vinnuna. Fer beint og merki fyrsta sjúkling dagsins á skurðstof- unni. Fékk beiðni frá bæklunarlækni um aðstoð við að fjarlægja fituæxli í nára sem liggur djúpt í mjaðma- og lundarvöðva (m. iliopsoas) en nærri náraæðum samkvæmt myndum. Því vildi hann að við gerðum þetta saman. Fer svo inn á deild á stofu- gang. 10:05 Símtal frá skiptiborði. Beðinn að koma strax upp á gjörgæslu að hitta Björn Gunnarsson svæfingalækni. Velti fyrir mér hvort eitthvað sé í gangi með sjúk- linginn minn sem hefur slæma brisbólgu en þegar ég kem þangað segir hann mér að einstaklingi í aðgerð á Ísafirði sé að fossblæða og óskað sé eftir sjúkraflugi með blóð og skurðlækni. Er einn á vakt- inni á Akureyri og þarf að setja skurð- lækni í sumarfríi á standby. Gríp með æðabakka og brunum svo á völlinn þar sem vélin er klár. Allt í botn og í loftið. 11:00 Lending á Ísafirði, beint í sjúkrabíl, brunað á sjúkrahúsið og inn á skurðstofu þar sem allt er í gangi. Stöðv- um blæðingu, klárum aðgerð ásamt lækni á staðnum og komum manneskjunni í flutningshæft ástand sofandi. Þegar að- gerð er lokið og við að leggja í hann mætir þyrluteymið með æðaskurðlækni og blóð- flögur sem verða gefnar á leið í bæinn. 13:25 Brottför til Reykjavíkur. Æða- skurðlæknirinn sem fylgdi með þyrlunni fær far í bæinn ef þyrlan skyldi lenda í öðru útkalli á leiðinni. 14:20 Skilum af okkur sjúklingi á gjör- gæsluna við Hringbraut. Ahh, verður gott að komast heim. Næ kannski að skutla syninum á fótboltaæfingu kl. 16:15. 14:45 Á leið frá gjörgæslunni og til baka á völlinn en þá eru flugmennirnir farnir út að borða. Við hittum þá á staðnum, ég í græna skurðstofugallanum eins og kjáni á náttfötunum og peningalaus! Björn býður upp á borgarann. Missi líklega af æfingunni. 15:30 Brottför frá Reykjavík. Læt Kristínu (eiginkonuna) vita að ég verði seinn heim og hún skutlar í boltann. 16:10 Lending á Akureyri, NICE AIR nýlentir úr jómfrúarfluginu. Samt engin vatnsbuna frá dælubílnum við lendingu hjá okkur! Tek græjurnar upp á spítala í þvott og hjóla svo heim. 17:15 Náði að sækja á æfinguna, kem nokkuð lúinn heim en Kristína tilbúin með kvöldmatinn. Við borðum snemma að sænskum sið enda fluttum við heim fyrir ári síðan. 18:00 Horfi út um gluggann þar sem ég er nýbúinn að steypa staura fyrir skjólvegg í kring um allan garðinn. Grjót og möl sem á eftir að jafna en ég nenni ómögulega út núna enda orðið skýjað og ég er ekki frá því að það sé alveg að fara að rigna. Sófinn kallar. Horfum á sjón- varpið í rólegheitunum meðan börnin leika sér fram að svefntíma. 20:00 Horfi út um gluggann aftur, það kom víst aldrei þessi rigning. Kristína svæfir börnin og ég horfi á þvottinn. 20:30 Síminn hringir, er enn á vaktinni og þarf að fara að kíkja á sjúkling á bráða- móttökunni með kviðverki. Þvotturinn fær að bíða. 21:00 Botnlangi! Kalla út skurðstofuna. Sem betur fer einfaldur og fljót afgreidd- ur. Kominn heim kl. 22:30. Kristína búin með þvottinn. Slapp með skrekkinn þarna. Beint í rúmið. 22:40 Ætli ég sé á vaktinni á morgun? Já, er einn í vinnu næstu dagana, svo því er fljótsvarað. Sofna og sem betur fer hringir síminn bara tvisvar þessa nóttina. Helgi Þór Leifsson Sjálfa í flugtaki - Helgi Þór Leifsson. Guðjón Páll Sigurðarson við störf í sjúkraflugvél.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.